Hugur - 01.01.2018, Blaðsíða 34

Hugur - 01.01.2018, Blaðsíða 34
34 Atli Harðarson Það sem ég segi um afstæðishyggju hér að ofan er sótt í skrif um sögu eig- indlegra rannsókna og heimspekilegar undirstöður þeirra. Það má finna svipaðar hugmyndir í ritum sem er ætlað að veita þeim sem vinna að slíkum rannsóknum hagnýta leiðsögn. John W. Creswell hefur til dæmis skrifað bók um eigindlega aðferðafræði sem er víða notuð sem kennslubók við háskóla. Hann segir að þegar rannsakendur vinni eigindlegar rannsóknir, þá bjóði þeir heim hugmyndinni um margfaldan veruleika.5 Í annarri vinsælli kennslubók segja Steinar Kvale og Svend Brinkmann að það sé innifalið í eigindlegri aðferðafræði að þekkingin sé huglæg6 og þeir tala um að sannleikurinn sé skapaður fremur en fundinn.7 Þriðja dæmið sem ég tek, um kennslubók sem er víða notuð, er rit eftir Steven J. Taylor og Ro- bert Bogdan. Þeir reyna að finna einhvers konar mundangshóf og verja sjónarmið sem er mitt á milli kenninga um að „raunveruleikinn sé til og hlutlaus athugandi geti aflað hlutlægrar þekkingar á honum“ og kenninga „póstmódernista sem álíta að hlutlægur veruleiki sé ekki til og að öll þekking sé algerlega huglæg“.8 Höfund- ar allra þessara þriggja kennslubóka taka afstöðu til heimspekilegra kenninga um innsta eðli þekkingar og veruleika og telja að þær skipti máli fyrir rannsakendur sem vinna úr viðtölum og öðrum eigindlegum gögnum. Í fjórðu bókinni sem ég skoðaði tekur höfundurinn, Kristin G. Esterberg, ekki beinlínis neina afstöðu, en segir að svör við grundvallarspurningum um þekkingu og veruleika verði ekki studd neinum rökum. Þau séu trúarlegs eðlis. Samt fullyrðir hún að fólk sem vinnur við rannsóknir þurfi að velja milli þess að líta svo á að til sé félagslegur veruleiki „þarna úti“ („out there“) og þess að skoða alla félagslega tilveru sem til- búning.9 Hún virðist þannig álíta réttmætt, og jafnvel þarft, að byggja eigindlegar rannsóknir á umdeilanlegum forsendum sem er ókleift að rökstyðja. Þessi frumspekilegu og þekkingarfræðilegu stórmæli, sem ég hef tæpt á, og finnast í ritum um eigindlegar aðferðir, eru stundum kölluð einu nafni hugsmíða- hyggja (e. constructivism). Dæmi um þess háttar orðalag má finna í bók eftir Kerry E. Howell um heimspekilegar forsendur eigindlegra rannsóknaraðferða. Hann segir að hugsmíðahyggja feli í sér að ekki sé til neinn hlutlægur ytri veruleiki.10 Öll bókin gerir ráð fyrir að annaðhvort sé gjörvallur veruleikinn hugarfóstur eða allur heimurinn til óháð hugsun fólks. Í henni er enginn greinarmunur gerður á náttúrulegum og félagslegum veruleika og ekkert rætt um þann kost, sem mér sýnist álitlegastur, að skoða félagslegan veruleika sem hugsmíð en líta svo á að ríki náttúrunnar sé til óháð okkur mannfólkinu. Í mörgum fleiri ritum um eigindlegar aðferðir má finna svipaða afarkosti og Howell stillir upp, þar sem lesanda er boðið að velja milli þess að álíta allan veruleikann eiga sér tilveru, óháð því hvað menn hugsa og halda, og þess að telja heiminn allan vera einhvers konar hugarfóstur. Einnig eru dæmin um að hugsmíðahyggja sé talin útiloka hlutlæga þekkingu og hlutlægan veruleika býsna mörg en ég læt duga að nefna eitt í viðbót. Í The 5 Creswell 2013: 20. 6 Kvale og Brinkmann 2009: 49. 7 Kvale og Brinkmann 2009: 63. 8 Taylor og Bogdan 1998: 18. 9 Esterberg 2002: 9–14. 10 Howell 2012: 16. Hugur 2018meðoverride.indd 34 24-Jul-18 12:21:22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.