Hugur - 01.01.2018, Qupperneq 36

Hugur - 01.01.2018, Qupperneq 36
36 Atli Harðarson Íslenska orðið „hugsmíðahyggja“ og enska orðið „constructivism“ eru notuð um margs konar kenningar.17 Ég hef vitnað í nokkur rit sem lýsa hugsmíðahyggju á þá leið að hún feli í sér afneitun á hlutlægum veruleika og hlutlægri þekkingu. Í þess- um ritum eru þó engin rök fyrir þessu. Það er ekki útskýrt hvers vegna við getum ekki í senn álitið, annars vegar, að hugsmíðahyggja sé rétt greinargerð fyrir félags- legum veruleika, og hins vegar, að til sé hlutlægur veruleiki og hlutlæg þekking. Til viðbótar við þennan skort á útskýringum er nær alger vöntun á skilgreiningum á því hvað orðin þýða. Edmore Mutekwe, Amasa Ndofirepi, Cosmas Maphosa, Newman Wadesango og Severino Machingambi fjalla um þessa vöntun á rökum og greiningu og segja að merking orðsins „constructivism“ sé sjaldan skilgreind en orðið sé gjarna notað til að „greina góðu gæjana (hugsmíðahyggjumennina) frá þeim vondu (hefðarsinnunum)“.18 Vegna þessarar losaralegu hugtakanotkunar er erfitt, og ef til vill ómögulegt, að færa almenn rök með eða á móti öllu því sem menn kalla hugsmíðahyggju. Ég mun því ekki reyna það, heldur láta duga að ræða tvenns konar hugsmíðahyggju sem ég kalla verufræðilega og þekkingarfræðilega. Þessa tvenns konar hugsmíðahyggju skilgreini ég svona: i. Verufræðileg hugsmíðahyggja um flokk fyrirbæra er sú skoðun að fyrirbæri í þeim flokki séu það sem þau eru í krafti einhvers sem menn hugsa eða segja. ii. Þekkingarfræðileg hugsmíðahyggja er sú skoðun að þekking manna sé mynduð úr þáttum – svo sem hugtökum, yrðingum og kenningum – sem eru eins og þeir eru vegna einhvers sem menn hugsa eða segja. Þegar ég tala um að fyrirbæri sé það sem það er í krafti einhvers sem menn hugsa eða segja, á ég ekki við að hugsun og orð séu hluti af orsökum fyrirbærisins. Ég álít til dæmis ekki að veggir og girðingar séu til í krafti einhvers sem menn hugsa eða segja þótt þessir hlutir verði ekki til nema einhverjir ákveði að smíða þá og leggi í það töluverða hugsun. Hins vegar álít ég að hreppamörk og landamæri séu hreinar og klárar hugsmíðar í verufræðilegum skilningi. Munurinn á veggj- um og girðingum annars vegar og landamærum og hreppamörkum hins vegar er meðal annars sá að það fyrrnefnda heldur áfram að vera til þótt enginn maður muni eftir því eða kannist við það. Eyja Margrét Brynjarsdóttir orðar svipaðan greinarmun á þá leið að verufræðileg huglægni snúist um meira en að orsök fyr- irbæris „sé að finna í hugarfylgsnum einhvers“. Samkvæmt því sem hún segir, og ég tek undir, „þarf tilvist þess – í fortíð, nútíð og framtíð – á einhvern hátt að vera háð hugarferlum hugsandi veru (eða hóps af hugsandi verum)“.19 lýsa andstöðu sinni við ‚pósitífisma‘, þá kemur á daginn að það sem þeir mæla gegn er þekkingar- fræðileg og verufræðileg hluthyggja sem pósitífistum er ranglega eignuð.“ Öfugt við það sem haldið er fram í ritum um eigindlegar aðferðir var pósitífisminn andstæður hluthyggju. Eins og John R. Searle (1995: 68) segir, fylgdu pósitífistar í fótspor Kants, sem reyndi að eyða öllum efa um áreiðanleika vísindalegrar þekkingar með því að afneita mismun sýndar og veruleika, enda er efahyggja útilokuð nema gert sé ráð fyrir einhverju bili milli þess sem sýnist og þess sem er. 17 Phillips 1995. 18 Mutekwe, Ndofirepi, Maphosa, Wadesango og Machingambi 2013: 55. 19 Eyja Margrét Brynjarsdóttir 2004: 155. Hugur 2018meðoverride.indd 36 24-Jul-18 12:21:22
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136

x

Hugur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.