Hugur - 01.01.2018, Side 38

Hugur - 01.01.2018, Side 38
38 Atli Harðarson Um hughyggju og afneitun hluthyggju Að mínu viti geta vísindamenn beitt eigindlegum aðferðum við rannsóknir í fé- lagsvísindum án þess að taka afstöðu til heimspekikenninga á borð við hughyggju og efnishyggju. Ég held að það sé samt vel þess virði að átta sig á því hvernig afstæðishyggjan og andstaðan gegn hluthyggju, sem mest ber á í skrifum um að- ferðafræði, eru afsprengi heimspekisögu þar sem talsmenn slíkra allsherjarkenn- inga um eðli alls veruleika voru í aðalhlutverkum. Mikið af því sem ritað er um hugsmíðahyggju á rætur í kenningum sem Immanuel Kant setti fram í Gagnrýni hreinnar skynsemi árið 1781. Í þeirri miklu bók, sem olli aldahvörfum í heimspeki Vesturlanda, reyndi Kant að sýna fram á að þekking okkar á rúmfræði og ýmsum grundvallareiginleikum efnisheimsins gæti ekki fjallað um veruleika sem væri alls óháður mannshuganum, því þá væri hún hvorki óumdeilanleg né þekkt á und- an allri reynslu. Þorsteinn Gylfason orðar hugmyndir Kants um sannindi rúm- fræðinnar á þann veg að hann hafi talið þau raunhæf fyrirframsannindi: raunhæf, því þau lýstu heiminum og fyrirframsönn, því engar rannsóknir á veruleikanum þyrfti til að staðfesta þau.22 Rökin sem Kant færði fyrir því að heimur rúms og tíma væri skynheimur okkar, og háður því hvernig við hugsum, snerust mest um að sýna fram á að ef rúmið væri óháð huganum, þá fjölluðu sannindi rúmfræðinnar um veruleika sem við þekktum aðeins af takmarkaðri reynslu. Slík reynsluþekking getur, svo dæmi sé tekið, ekki tryggt algera fullvissu um að það gildi alltaf, og án allra frávika, að hornasumma þríhyrnings sé 180 gráður. Mælingar á þríhyrningum geta í mesta lagi staðfest að hornasumman sé um það bil 180 gráður, innan skekkjumarka þeirra mælitækja sem við höfum. Þær geta hvorki fært okkur vissu um horna- summu þríhyrninga í fjarlægum hlutum geimsins né um þríhyrninga sem eru of litlir til að vera mælanlegir með þeim tækjum sem við höfum. Það virðist því vera rétt hjá Kant að ef við vissum, með óhagganlegu öryggi, að setningar rúm- fræðinnar giltu um allan geiminn, þá gæti þessi geimur ekki verið raunveruleiki sem væri óháður huganum og við þekktum aðeins af reynslu.23 Af þessu ályktaði Kant að ýmis grundvallarlögmál náttúrunnar giltu um reynsluheim okkar vegna þess hvernig hann mótaðist af skynjun okkar og hugsun. Kant hugði þó að til væri veruleiki handan reynslunnar, en taldi hann óþekkjanlegan með öllu og því ekki viðfangsefni neinna vísinda. Niðurstaða hans var því að sá veruleiki sem raunvísindin fjölluðu um ætti sér ekki tilveru óháð huganum. Meginhugsunina í rökfærslu hans er hægt að draga saman á þessa leið: Forsenda 1: Ef eiginleikar rúmsins eru þekktir af öryggi, þá eru þeir háðir hugsun okkar. Forsenda 2: Eiginleikar rúmsins eru þekktir af öryggi. Niðurstaða: Eiginleikar rúmsins eru háðir hugsun okkar. 22 Þorsteinn Gylfason 2005: 30. 23 Kant 1980: 85. Hugur 2018meðoverride.indd 38 24-Jul-18 12:21:22
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.