Hugur - 01.01.2018, Qupperneq 39

Hugur - 01.01.2018, Qupperneq 39
 Til varnar hugsmíðahyggju 39 Rök Kants fyrir fyrri forsendunni eru meðal þess mikilfenglegasta í sögu vest- rænnar heimspeki. Hann taldi þau staðfesta niðurstöðu sína, því hann hafði ekki áhyggjur af að seinni forsendan væri vafa undirorpin. En síðan Kant var og hét, hefur það runnið upp fyrir vísindamönnum, sem fjalla um heim rúms og tíma, að þessi forsenda er einfaldlega ósönn.24 Í raunvísindum nútímans eru uppi kenningar um alheimsgeim þar sem rúmið er sveigt, fleiri víddir en þær þrjár sem við hreyfum okkur í og um furðulega rúm- fræði í heimi öreindanna. Þessar kenningar eru tilgátur. Þær eru til rökræðu og endurskoðunar í ljósi nýrra rannsókna en ekki sannindi sem menn þekkja af full- komnu öryggi og á undan allri reynslu. Eigi að síður eru rök Kants grundvöllur flestra hughyggjukenninga síðustu tveggja alda. Um þetta segja Jeremy Dunham, Iain Hamilton Grant og Sean Watson, í bók sinni um sögu hughyggjunnar, að þegar Kant vakti máls á að reynslan væri ákvörðuð af formgerðum sem byggju í huganum, fremur en í heiminum, þá hafi vaknað spurningar um hvað ákvarðaði þessar formgerðir hugans. Rökræða um slíkar spurningar segja þeir að hafi mótað alla heimspeki tuttugustu aldar.25 Saga þessarar rökræðu meðal heimspekinga á meginlandi Evrópu er sögð í bók eftir Lee Braver. Hann byrjar á að gera grein fyrir kenningu Kants, um að sá heimur sem við þekkjum sé heimur fyrirbæra, og þau séu mótuð af okkar eigin hug. Síðan rekur hann söguna gegnum verk eftir Hegel, Nietzsche og Heidegger og endar á Foucault og Derrida. Þessi saga er saga um sífellt róttækara fráhvarf frá hluthyggju. Stígandin í frásögninni felst ekki í því einu að heimurinn teljist í auknum mæli afsprengi hugarstarfs, heldur líka í því að formgerðir hugsunarinn- ar, sem móta heim okkar, kváðu í sívaxandi mæli háðar breytilegum þankagangi mannfólksins. Kant lýsti föstum hugkvíum (e. categories) sem mótuðu einn sam- eiginlegan heim sem mennirnir þekktu. Samkvæmt honum var heimur rúms og tíma háður þáttum í hugsun okkar sem voru sammannlegir. Hann áleit því að lögmál náttúrunnar giltu eins fyrir alla menn á öllum tímum. Hegel taldi hins vegar að hugkvíarnar breyttust frá einu skeiði mannkynssögunnar til annars. Þegar kom fram á tuttugustu öld álitu Heidegger og fleiri að þær yltu á hverfulum hugtakakerfum sem ákvörðuðu í senn eðlisgerð mannfólksins og alls veruleik- ans.26 Raunveruleikinn virtist orðinn ansi laus í reipunum, þar sem sannleikurinn um heiminn var sagður velta á breytilegum þankagangi fólks og vera ólíkur frá manni til manns. Afstæðishyggjan, andstaðan gegn hluthyggju og áherslan á það huglæga, sem finna má í kennslubókum um eigindlegar aðferðir, virðist, að minnsta kosti að hluta til, afsprengi þessarar heimspekisögu, þar sem mannshuganum er ætlað sí- fellt meira vald yfir veruleikanum. Sú gerð hughyggju sem Kant hélt fram gerði ráð fyrir að hlutirnir í sjálfum sér væru til óháð hugsun okkar, en það hvernig þeir birtust okkur í rúmi og tíma ylti á gerð hugans. Hughyggjan sem við tók, undir áhrifum frá Hegel, hafnaði því að það væri nokkur annar heimur til en reynslu- 24 Sjá t.d. Sklar 1977: 82–87. 25 Dunham, Grant og Watson 2014: 99. 26 Braver 2007: 472. Hugur 2018meðoverride.indd 39 24-Jul-18 12:21:22
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136

x

Hugur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.