Hugur - 01.01.2018, Side 44

Hugur - 01.01.2018, Side 44
44 Atli Harðarson Að hlutirnir gætu verið öðruvísi Í bók sinni The social construction of what? segir Ian Hacking að fyrsta bókin sem hafði orðasambandið „social construction“ í titli sínum hafi verið The social construction of reality: A treatise in the sociology of knowledge eftir Peter Berger og Thomas Luckmann.35 Í þeirri bók, sem kom út árið 1966, rökstyðja Berger og Luckmann að þótt félagslegur veruleiki sé myndaður af huglægum meiningum, hafi fólk tilhneigingu til að hlutgera hann og upplifa hann eins og grjótharðar staðreyndir sem ekkert fær breytt. Samkvæmt því sjái fólk félagslegan veruleika með svipuðum hætti og Karl Marx sagði að þegnar sæju konung sinn: Eins og eitthvað, sem sé það sem það er, óháð því hvað þeir hugsa og halda. Samkvæmt því sem Berger og Luckmann segja gerir þessi hlutgerving félagslegan veruleika okkar framandlegan og ómanneskjulegan. Hugsmíðahyggjan sem Berger og Luckmann rökræða er öðrum þræði frum- spekileg, eða nánar tiltekið verufræðileg, kenning. Eins og kenning Searles fjallar hún um eðli félagslegs veruleika. En hún er ekki einvörðungu kenning um hvað félagslegur veruleiki er, heldur er hún líka greinargerð fyrir því hvernig og hvers vegna fólk upplifir hinn félagslega veruleika eins og hann sé eitthvað annað en hann er, og álíti að það, sem er í raun og veru jafn hvikult og hugsun fólks, sé fast fyrir og óbreytanlegt. Ekki verður séð af texta bókarinnar að Berger og Luckmann hafi talið sig styðja afstæðishyggju og þeir ætluðu sér greinilega ekki að útiloka að fólk ætti kost á hlutlægri þekkingu um félagslegan veruleika. Þeir halda því raunar fram að „heimur vísindanna búi yfir möguleikum á að vera að miklu leyti óháður sínum eigin samfélagslegu undirstöðum“.36 Þeir gefa einnig til kynna að vitneskjan um það hvernig félagslegur veruleiki er háður huglægri afstöðu sé hlut- læg þekking og að þessi þekking færi mönnum frelsi og betri tök á eigin tilveru. Í áðurnefndri bók sinni segir Hacking að eftir að bók Bergers og Luckmanns kom út hafi flestir fræðimenn, sem fjölluðu um einhverjar hliðar veruleikans sem félagslega hugsmíð, ætlað verkum sínum að þjóna siðferðilegum eða samfélags- legum málstað. Þeir sem halda fram hugsmíðahyggju um einhvern flokk fyrir- bæra, X, álíta gjarna að „tilvera X sé ekki óhjákvæmileg og X þurfi ekki að vera eins og það er. X, eða X eins og það er í samtímanum, sé ekki ákvarðað af náttúru hlutanna, það sé engin nauðsyn.“ Hann bætir því svo við að höfundar umræddra skrifa gangi oft skrefi lengra og segi að okkur væri betra „að losa okkur við X, eða að minnsta kosti að gera á því róttækar breytingar“.37 Sally Haslanger nýtir sér greinargerð Hackings í skrifum sínum um hugsmíða- hyggju. Hún gerir ítarlega og afar vel rökstudda grein fyrir því hvernig skilningur á félagslegum veruleika, sem hefur fengist með því að afhjúpa hvernig fyrirbæri eins og kyn og kynþáttur (e. race) eru afsprengi hugsunar okkar, samrýmist í senn vísindalegri hluthyggju um ríki náttúrunnar og þekkingarfræði sem gerir ráð fyrir að vitneskja okkar um efni eins og kyn og kynþætti sé hlutlæg þekking.38 Við 35 Hacking 1999: 24. 36 Berger og Luckmann 1966/1971: 104. 37 Hacking 1999: 6. 38 Haslanger 2012: 183–218. Hugur 2018meðoverride.indd 44 24-Jul-18 12:21:23
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.