Hugur - 01.01.2018, Page 57

Hugur - 01.01.2018, Page 57
 Sextos Empeirikos og pyrrhonsk efahyggja 57 Þar sem hann hefur engar skoðanir, í þeim skilningi sem útskýrður var að ofan, talar efahyggjumaðurinn og breytir á grundvelli þess sem honum sýnist vera raun- in eða, eins og Sextos segir líka, á grundvelli þess sem sannfærir hann. Hverjar eru þessar sýndir sem koma í stað skoðana í lífi efahyggjumannsins? Hann legg- ur áherslu á hversu óvirkar sýndir efahyggjumannsins eru og lýsir þeim oft sem kenndum eða upplifunum (gr. paþē). „Þær er að finna í tilfinningu og óviljandi upplifun“ (PH 1.22). Þessi þáttur þeirra aðgreinir þær frá skoðunum, sem byggja á virkri þátttöku samþykkisins, skuldbindingunni, um að sýndin sé sönn. Vegna jafnvægis sannfæringar er efahyggjumaðurinn ekki virkur á þennan hátt og veitir ekki samþykki sitt, skuldbindur sig ekki. Hann fellir ekki vitandi vits og viljandi dóm um sannleika sýndar. Dómsfrestunin sjálf er skýrt dæmi um slíka kennd eða upplifun, óvirk viðbrögð við jafnvægi sannfæringar. Eigi að síður mætti segja að efahyggjumaðurinn veiti samþykki sitt í vissum skilningi, nefnilega þeim að hann viðurkennir að hann hafi vissar sýndir og aðrar ekki. Hann þarf ekki einu sinni að ganga dulinn þeirra ástæðna sem gera það að verkum að honum sýnist svo. Hann getur skýrt hvers vegna honum sýnist hunang vera sætt, nefnilega af því að hann er ekki veikur. Hann gæti líka bent á einhverja rökfærslu fyrir tiltekinni kenningu sem uppsprettu sýndar sinnar, en jafnframt myndi hann bæta við að rökfærslan „væri einungis sannfærandi og sannfærði þá [efahyggjumennina] um stundarsakir og framkallaði samþykki“ (M 8.473). Í framhaldi af þessum orðum reynir Sextos að útskýra sannfæringuna (eða sýndina) með því að bera hana saman við lík- amlega eða tilfinningalega áverkan; rökfærslan slær hann niður. Hins vegar er margt sem veldur sannfæringu efahyggjumannsins, eins og annarra, hvort heldur rök, mælska, menning umhverfisins, vinir og vandamenn, hagsmunir hans sjálfs. Sextos minnist á sumt. Við gætum bætt við ýmsu, svo sem valdaafstæði, kynferði, kynþætti o.s.frv. En hafa ber í huga að Sextos hafnar því aldrei að efahyggjumað- urinn geti látið sannfærast af skynsamlegum rökum eða að honum sýnist það sem honum sýnist vegna skynsamlegra raka. Eins og hann sjálfur segir, „stend ur ekk ert í vegi fyrir því, held ég, að efahyggjumaðurinn hugsi, ef hugsunin sprett ur af rökum sem hann má upplifa og verka á hann og koma honum greinilega fyr ir sjón ir, svo fremi hún gefi ekki í skyn raunveruleika þess sem hugsað er“ (PH 2.10). Þegar hér er komið sögu flækir Sextos heimspeki sína. Flækjan er óþörf en skiljanleg. Ástæðan er söguleg. Skýrum fyrst vandamál Sextosar. Í mikilvægum kafla sem er ætlað að skýra grundvöllinn fyrir breytni efahyggjumannsins (PH 1.21–24), eða það sem Sextos kallar mælikvarða breytninnar, skrifar hann á þann hátt að ætla mætti að efahyggjumenn lifðu lífi sínu með því að herma eftir því sem þeir héldu að væri venjulegt líf. Þannig breyttu þeir án ígrundunar og brygð- ust við ytra áreiti á grundvelli þess sem þeir yrðu vitni að. Hafi hann þetta í huga með lýsingu sinni eru efahyggjumenn lítið meira en innantómar og grunnhyggn- ar eftirhermur, hvað sem hugrónni líður. Sextos hefur verið tekinn á orðinu og heimspeki hans hefur verið lýst með þessum hætti, ekki að ástæðulausu.15 Í þessum kafla leggur Sextos áherslu á að efahyggjumaðurinn sé óvirkur þol- 15 Sjá Striker 2010. Hugur 2018meðoverride.indd 57 24-Jul-18 12:21:23
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.