Hugur - 01.01.2018, Síða 58

Hugur - 01.01.2018, Síða 58
58 Svavar Hrafn Svavarsson andi. Sem áður segir merkir þessi óvirkni einungis að efahyggjumaðurinn leggur ekki til sitt eigið samþykki við sannleika sýnda sinna. Virknin sem um ræðir felst í samþykkinu og einkennir kennimanninn. Sextos bætir síðan við að efahyggjumað- urinn lifi lífi sínu með því að fylgja því sem hann nefnir athuganir (tērēsis). Þetta er tæknilegt hugtak sem Sextos hefur frá empíríska læknaskólanum, raunhyggju- skólanum, sem hann var sjálfur hluti af (enda hét hann Sextos Empeirikos) og hafði löngum tengst pyrrhonismanum sterkum stofnanaböndum. Þessar athug- anir eru einnig einfaldlega nefndar reynsla (gr. empeiría). Efahyggjumaðurinn lifir því í samræmi við reynslu sína. Læknirinn Galenos skýrir tengsl efahyggju og læknisfræðilegrar raunhyggju (Höfuðdrættir empírismans, 82 [Deichgräber]): „… rétt eins og efahyggjumaðurinn er í öllu lífi sínu, þannig er empíristinn í málum sem varða læknisfræði.“16 Samkvæmt þessum læknaskóla skal stunda læknislistina á grundvelli athug- ana og reynslu, en ekki kenninga, eins og aðrir skólar vildu meina, sem saman kölluðust rasjónalistar eða rökhyggjuskóli. Í kafla sínum skrásetur Sextos áhrif empíristanna og gerir jafnframt greinarmun sem þeir og gerðu (en pyrrhonistar gera annars ekki) á hinu ljósa (einhverju sem er meðtekið milliliðalaust) og hinu óljósa (einhverju sem er meðtekið í gegnum millilið), þ.e. á milli þess að meðtaka hið ljósa og álykta um hið óljósa. Samkvæmt læknunum nemur athugunin eða reynslan hið ljósa, en lætur vera að ígrunda nokkuð handan hins ljósa. Vegna þessa greinarmunar væri hægt að skilja mælikvarða pyrrhonistans sem svo að hann breytti aðeins á grundvelli þess sem hann meðtekur með athugunum sínum og reynslu án þess að ígrunda á nokkru stigi málsins. En hér verður til spenna, jafnvel þversögn, innan pyrrhonismans, því þessi greinarmunur er eðlisólíkur þeim greinarmun sem efahyggjumennirnir annars gera á milli hins ljósa (eða því sem Sextos segir alla jafnan að þeim sýnist vera raunin) og hins raunverulega. Með því að segja að efahyggjumaðurinn breyti aðeins á grundvelli þess sem hon- um sýnist vera raunin er Sextos ekki jafnframt að segja að hann fylgi aðeins því sem er ljóst milliliðalaust en ekki hinu sem þarf millilið og ályktun. Hann meinar að efahyggjumaðurinn fylgi aðeins því sem honum sýnist vera raunin, hvernig svo sem sú sýnd er tilkomin, með eða án milliliða, án þess að taka afstöðu til sannleika sýndarinnar. Greinarmunur hans er á milli þess sem sýnist vera raunin og þess sem er í sannleika raunin. Bæði hið ljósa og hið óljósa getur verið öðruvísi en það sýnist vera. Fyrir Sextosi verður allt óljóst um leið og það er rannsakað og réttlætt, því öll viðfangsefni geta verið öðruvísi en þau sýnast vera. Það er aðeins í þeim skilningi sem efahyggjumaðurinn frestar dómi um hið óljósa, því hann fellir enga dóma um hvernig hlutirnir eru í raun og sannleika. Nú vill svo til að Sextos veit vel af þessum ruglingi og kvartar síðar í verki sínu yfir empíristunum með gagnrýni sinni á skoðanir þeirra og kenningar, sem séu ósamrýmanlegar pyrrhon- ismanum, og segir annan læknaskóla betur við hæfi efahyggjumanna, svonefndan meþóduskóla eða aðferðaskóla. Skýrum umkvörtun Sextosar eilítið betur. Samkvæmt Sextosi felst þessi umrædda athugun á eða reynsla af lífinu í fernu. 16 Texta Galenosar má finna í enskri þýðingu í Galen 1985. Hugur 2018meðoverride.indd 58 24-Jul-18 12:21:23
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.