Hugur - 01.01.2018, Page 68

Hugur - 01.01.2018, Page 68
68 Stefán Snævarr styðjanleiki og fallvelti meðal helstu kennimarka skynseminnar. Heilindakrafan er ögn annars eðlis, við getum ekki horft inn í huga manna til að kanna hvort þeir eru einlægir. En atferli þeirra getur gefið vísbendingu um það. Ef ég held alls ekki loforð mitt þótt ég hafi alla möguleika á því, og engar brýnni skyldur, má velta því fyrir sér hvort ég hafi gefið það af einlægni. Sættir eru innbyggð markmið málgjörða og þar með boðskipta. Tökum sem dæmi staðhæfu (e. constative speech act), þ.e. málgjörð þar sem staðhæfing er í fyrirrúmi. Ég segi t.d. í fullri alvöru: „Tunglið er í 300.000 kílómetra fjarlægð frá jörðinni.“ Þetta get ég bara sagt og meint ef ég geri ráð fyrir að aðrir myndu vera sammála mér svo fremi þeir hafi aðgang að öllum upplýsingum sem máli skipta, séu með réttu ráði o.s.frv. Í reynd er þetta óframkvæmanlegt en staðhæfing um staðreyndir hefur ekkert gildi nema gert sé ráð fyrir einhverju slíku.18 Athugið að það er staðhæfingarþáttur í staðalmálgjörð í þeim skilningi að sáttakrafa af þessu tagi (krafa um sættir um fjarlægð tungls frá jörðu) er nauðsynleg forsenda málbeitingar. Habermas er ekki eini heimspekingurinn sem leggur áherslu á þátt sátta í boðskiptum. Wittgenstein hélt því fram að sættir jafnt um skilgreiningar, dóma sem lífshætti væru forsendur þess að menn geti stundað boðskipti með fulltingi tungumálsins. Við verðum að vera saupsátt að kalla ef við eigum að geta talað saman.19 Ósamkomulag lifir sníkjulífi á samkomulagi. Ef við getum ekki sam- mælst um hvað það er að vera ósammála, þá getum við ekki verið ósammála. Við verðum alltént að vera sátt um merkingu orða til þess að geta verið ósammála, t.d. um pólitík eða heimspeki. Ef ekki, þá tölum við framhjá hvert öðru en þá erum við heldur ekki ósátt. Habermas hélt því lengi fram að í meginrökræðum séu innbyggðar tilvísanir til og væntingar um (e. anticipation of) kjörræðustöðu (þ. ideale Sprechsituation), hún er viðmið og innbyggt markmið meginrökræðna. Í kjörræðustöðu eru allir mælendur sjálfráða, hafa jafna möguleika á þátttöku í rökræðum og beita ekki bolabrögðum. Þeir hafa jafnan aðgang að öllum upplýsingum, nógan tíma til moða úr þeim og rökræða við aðra. Hvað er átt við með „tilvísunum til og væntingum um kjörræðustöðu“? Notum aftur sem dæmi staðhæfinguna um fjarlægð tungls frá jörðu. Í henni er innbyggð tilvísun og vænting um að allir myndu verða sammála um að hún sé sönn, hafi þeir tækifæri til að kanna málið til hlítar. Fleira hangir á spýtunni: Þegar við tölum saman verðum við að gera ráð fyrir því (vænta þess) að við sjálf og viðmæl- endur okkar séum í megindráttum sjálfráða og ábyrg gerða okkar. Enn fremur hljótum við að ganga út frá því að við getum skilið hvert annað og að við höfum rétt til að tjá okkur um þau mál sem við ræðum. Auk þess væntum við þess í reynd að allir þátttakendur í samræðunni hafi jafn mikla möguleika til þátttöku, enginn 18 Glöggt fólk heyrir hér bergmál frá sannleikskenningu Charles Sanders Peirce: Sannleikur er það sem samfélag rannsakenda myndi, þegar til langs tíma er litið, sættast á að væri satt svo fremi sem rannsakendur hefðu nægan tíma og aðgang að öllum upplýsingum sem máli skipta. Peirce 1958: 133. Habermas boðaði lengi sáttakenningu um sannleikann, innblásinn af Peirce. Habermas 2009: 208–269. 19 Wittgenstein 1958: 88 (§241–242). Hugur 2018meðoverride.indd 68 24-Jul-18 12:21:24
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.