Hugur - 01.01.2018, Qupperneq 75

Hugur - 01.01.2018, Qupperneq 75
 Hin póetíska rökræðusiðfræði 75 einstaklingseðlis. Einstaklingseðlið er afurð félagsmótunar og þar með boðskipta. Einstaklingsmótun er félagsmótun.34 Þar af leiðandi er einstaklingurinn það sem hann er í krafti þeirra boðorða sem boðskiptunum stjórna. Hann er seldur undir þau og getur ekki andæft þeim nema hann viðurkenni réttmæti þeirra í reynd. Andófið leiðir til gjörðarmótsagnar. En hver eru þessi boðorð nákvæmlega? Við höfum þegar kynnst þremur megin- boðorðum rökræðu. Ætla má að þau séu meðal boðorða boðskipta að því gefnu að boðskipti hafi rökræður að forsendu. Nemandi Apels, Wolfgang Kuhlmann, hefur reynt að endurgera þessi boðorð með skipulegri hætti en Apel. Boðskipti hvíli á fjórum grunnboðorðum: a) Stundaðu rökræðu á skynsamlegan máta. b) Reyndu af fremsta megni að sættast með skynsamlegum hætti við viðmælendur þína. c) Ef hagsmunir þínir stangast á við hagsmuni annarra, skaltu reyna að ná skynsamlegum sáttum við þá. d) Þú átt að berjast fyrir því að skapa skilyrði kjörræðustöðu.35 Þessi boðorð kunna að vera boðorð fyrir rökræðu, sérstaklega meginrökræðu. En Kuhlmann yfirsést m.a. mikilvægi heilinda í boðskap Apels og Habermas. Einnig horfir hann framhjá hinu mikla vægi sem sjálfræðið hefur í speki þeirra. Ég tel að eftirfarandi boðorð komi til greina: 1) Verið að jafnaði einlæg. 2) Meðhöndlið að jafnaði ykkur sjálf og aðra sem sjálfráða einstaklinga. 3) Takið að jafnaði tillit til málflutnings annarra; án þess er ekki hægt að rökræða. 4) Axlið að jafnaði þá ábyrgð sem byggð er inn í málgjörðir sem þið fremjið, t.d. með því að halda loforð. Axli menn ekki að jafnaði slíka ábyrgð, þá er ekki gerlegt að fremja málgjörðir en án þeirra eru boðskipti (og þar með rökræða) ekki möguleg. Ekki þarf mikla skarpskyggni til að sjá að þessi boðorð hafa siðferðilegan þátt. Tillitssemi er siðferðileg dyggð, því hefur boðorð númer 3 siðferðilegt inntak. Virðing fyrir öðrum er líka siðferðileg dyggð, því hefur boðorð tvö siðferðilega hlið. Að forðast ósannsögli og blekkingar er oft jafngildi þess að sýna öðrum virðingu og tillitssemi.36 Skyldur og ábyrgð eru líka siðtengd fyrirbæri. Apel segir að án mögulegrar rökræðu séu engin boðskipti og engin hugsun möguleg. Þess vegna sé ekki hægt að andæfa gildi boðorða, boðskipta og rök- ræðna. Sá sem það gerir, viðurkennir gildi þeirra í reynd (eina leiðin til að hafna þeim er, að sögn Apels, sjálfsmorð eða að hverfa inn í heim algerrar geðveiki). Hugsum okkur að viðkomandi láti ekki uppi um andúð sína á boðorðunum en hugsi í launkofum hjarta síns: „Boðorð boðskiptanna eiga engan rétt á sér.“ Þá viðurkennir hann gildi þeirra í reynd, því þau eru forsendur hugsunar. Hann gerir sig sekan um gjörðarmótsögn.37 34 Habermas 1981: 11–69, Mead 1962: 173–178 og víðar. Mead tæpti á ýmsum hugmyndum um sið- ferði sem minna á rökræðusiðfræðina. Mead 1962: 379–389. Sé Apel faðir rökræðusiðfræðinnar, þá er Mead afinn! 35 Kuhlmann 1985: 185–215. 36 Þessi kenning mín um innbyggðar tilvísanir til dyggða í boðorðum rökræðunnar slær kannski ekki í gegn hjá rökræðusiðfræðingum. Þeir telja, eins og skyldusiðfræðingar flestir hverjir, að dyggðir leiki ekkert meginhlutverk í siðferðinu. 37 Að beita forskilvitlegum rökum felst að mati Apels í því að sýna fram á að það að hafna rökunum leiði til gjörðarmótsagna. Þótt Habermas hafi trú á mikilvægi gjörðarmótsagna, þá telur hann að þau rök sem hann og Apel hafa beitt gegn sjálfdæmishyggju um siðferði séu á endanum tilraunir Hugur 2018meðoverride.indd 75 24-Jul-18 12:21:24
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136

x

Hugur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.