Hugur - 01.01.2018, Síða 96

Hugur - 01.01.2018, Síða 96
96 Jón Ásgeir Kalmansson að langmestu leyti gegn þeim sem réttlæta núverandi meðhöndlun dýra í nafni skynseminnar, er kjarninn í málflutningi hennar í algerri andstöðu við „sértæka umhyggju“ fyrir velferð dýra. Umhyggja af því tagi „gæfi … eftir alla baráttuna“. Raunveruleg umhyggja fyrir dýrum getur ekki byggst á sértækri hugsun um eig- inleika lífvera, ekkert frekar en raunveruleg umhyggja fyrir fólki getur byggst á slíkri hugsun. Að horfast eða horfast ekki í augu við örðugleika veruleikans Sú gagnrýni sem kemur fram á heimspekihefðina í The Lives of Animals hefði lítinn slagkraft ef hún byggðist ekki á athyglisverðri yfirvegun um hvað í því felst að hugsa vel um veruleika manna og annarra dýra. Það má skilja þessa gagnrýni sem svo að heimspekihefðin hafi tilhneigingu til að sniðganga aðrar tegundir hugsunar en þá röklegu eða jafnvel að leitast við að umbreyta allri hugsun yfir á form rökræðunnar. Í þeim skilningi er The Lives of Animals heimspekirit í besta skilningi þess orðs. Bókin setur fram heimspekilega gagnrýni á viðteknar hug- myndir og ögrar okkur til að hugsa af endurnýjuðum þrótti um hvað það er að vera manneskja og skilja veruleikann. En hvaða tegundir hugsunar hefur heimspekihefðin tilhneigingu til að snið- ganga og af hverju kemur það að sök? Til að átta okkur á því hvaða svar The Lives of Animals geymir við þessari spurningu er gagnlegt að styðjast við hugtak úr smiðju Coru Diamond, heimspekings sem mun koma meira við sögu í framhaldinu. Hugtakið er „örðugleikar veruleikans“ (e. the difficulty of reality) sem Diamond segir að eigi við um „flokk fyrirbæra“ sem heyra undir þá reynslu að okkur virðist sem „eitthvað í veruleikanum verjist hugsun okkar, eða sé mögulega sársaukafullt í óútskýranleika sínum … eða kannski óskiljanlega ógnvekjandi og furðulegt.“32 Diamond nefnir nokkur dæmi um slíka reynslu sem meðal annars varða kynni fólks af dauðanum, góðvild annarra og fegurð náttúrunnar. Þegar fólk hugleiðir dauða lífsglaðra manna sem fallið hafa í stríði langt um aldur fram, hjálpsemi ungrar konu sem leggur líf sitt þar með í hættu, eða tilvist ægifagurs trés kann því að reynast erfitt að skilja hvernig slíkir hlutir geti yfirhöfuð verið til eða átt sér stað. Það getur átt erfitt með að botna í slíkum hlutum, eins og þeir séu með einhverju móti ofvaxnir mannlegum skilningi. Megindæmi Diamond um reynslu af þessu tagi er á hinn bóginn fengið úr The Lives of Animals. Vitneskja Elísabetar Costello um það sem við menn gerum við dýr í framleiðslufyrirtækjum, sláturhúsum, verk- smiðjuskipum og rannsóknarstofum heimsins, ásækir hana. Hún getur engan frið fundið í sálinni vegna þess. Á hana sækja skelfilegar hugsanir: „Þetta, í öllum sínum hryllingi, er þarna, í heiminum. Hvernig er hægt að lifa andspænis því? Og andspænis þeirri staðreynd að í augum nær allra skiptir þetta engu, eins og móti gefur hann til kynna að barátta þeirra byggist eingöngu á hlutlægni og skynsemi. Þau hjón vilji einfaldlega koma í veg fyrir þjáningar, séu mótfallin óréttmætri mismunun, telji að dýr séu miskunnarlaust og grimmdarlega misnotuð af mönnum, og vilji að því verði breytt. Sjá einnig athugasemd í Hearne 1991: 59–64 um þessa yfirlýsingu Singers. 32 Diamond 2003: 2–3. Hugur 2018meðoverride.indd 96 24-Jul-18 12:21:26
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.