Hugur - 01.01.2018, Side 115

Hugur - 01.01.2018, Side 115
 Eru stjórnmál í eðli sínu ósiðleg? 115 ur einkarétt á því að vasast í stjórnmálum vegna þess að hann hefur kosið að gera þau að starfssviði sínu.14 Páll útskýrir ekki nánar hvað hann á við með þeirri siðvæðingu stjórnmálanna sem hann hafnar. Hér virðist hann hins vegar gefa í skyn að siðvæðing stjórnmála krefjist þess að því sé hafnað með öllu að í stjórnmálum sé barist um völd. Þessu er þó erfitt að samsinna. Eðlilega má líta svo á að siðvæðing stjórnmála gæti verið einhvers konar þróun eða átak til siðlegri framgangsmáta og hugsunarháttar í stjórnmálum, einmitt vegna þess að í þeim er barist um völd, rétt eins og reglur og siðferðilegar dygðir í íþróttum þjóna því markmiði að baráttan um sigur geti verið heiðarleg og sanngjörn. Þegar lagt er mat á það hvað sé æskilegt eða aðdáunarvert á sviði íþrótta er alþekkt að siðferðileg gildi á borð við heiðarleika og sanngirni hafi sjálfstætt vægi í bland við – og stundum sem temprandi mótvægi við – þau gildi sem eiga sér rætur í íþróttinni sjálfri, svo sem ákefð, kappsemi, hraði, snerpa, útsjónarsemi, klókindi o.s.frv. Siðvæðing í stjórnmálum gæti á svipaðan hátt falið í sér áskorun um að sleppa klækjum, blekkingum, sérhagsmunagæslu, misbeitingu valds, árásum, móðgunum, dylgjum o.s.frv., en rækta þess í stað siðferðisdygðir á borð við sannsögli, heiðarleika, réttlæti, sanngirni og kærleika, allt í þágu þess að stjórnmálabaráttan geti verið heiðarleg og sanngjörn. Einnig má tengja hug- myndina um siðvæðingu stjórnmála við leiðsögn OECD um það hvernig stjórn- völd geti stuðlað að auknu trausti almennings með því að sýna fram á heilindi á öllum stigum stjórnsýslunnar.15 Páll virðist hins vegar telja að siðvæðing stjórnmálanna feli í sér afneitun á þeirri staðreynd að stjórnmál snúast a.m.k. að hluta til um völd. Byggist hug- myndin um siðvæðingu stjórnmálanna ef til vill á misskilningi á því um hvað stjórnmál eigi að snúast? Michael Sandel hefur varað við því að fólk ímyndi sér að helsta leiðin til bættra stjórnmála sé sú að stjórnmálamenn temji sér meiri kurteisi eða háttvísi (e. civility) í samskiptum sín á milli.16 Að mati Sandels skapast þá sú hætta að stjórnmálamenn verði ekki eins gagnrýnir á spillingu hver hjá öðrum. Siðvæðing stjórnmálanna í þessum skilningi geti orðið skálkaskjól fyrir spillingu í skjóli þegjandi samkomulags meðal stjórnmálamanna um að gefa hver öðrum frið frá því aðhaldi sem felst í opinberri gagnrýni og snörpum skoðanaskiptum. Þessi rök Sandels byggjast þó á of einföldum skilningi á háttvísi sem (mögu- legri) dygð í stjórnmálum. Ian Ward setur fram mun fyllri kenningu um háttvísi sem dygð í lýðræðislegum stjórnmálum og rökstyður hana m.a. með vísun í bréf Martins Luthers King úr fangelsinu í Birmingham. Samkvæmt kenningu Wards er háttvísi hluti af dygðinni réttlæti; hún felst í hneigð til að breyta á þann hátt að möguleiki haldist opinn á því að óréttlæti verði upprætt úr samböndum og hún birtist í nánu samspili við dygðirnar hugrekki, þolinmæði, umburðarlyndi, von og hyggindi. Ward greinir háttvísi sem lýðræðislega dygð frá dygðalíkinu „niceness“ sem birtist í kurteislegum samskiptum sem eru til þess fallin að fólk aðlagi sig 14 Páll Skúlason 1987: 369–370. 15 OECD 2017: 12. 16 Sandel 1996. Hugur 2018meðoverride.indd 115 24-Jul-18 12:21:27
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.