Hugur - 01.01.2018, Page 122

Hugur - 01.01.2018, Page 122
122 Sigurður Kristinsson hefur ástæðu til að meta í fari stjórnmálamanna í fulltrúalýðræði. Það er eitt að hafa ástæðu til að meta færni stjórnmálamanns við að ná fram hagstæðri niður- stöðu með málamiðlunum við ótrúlegustu aðila, sem væri útilokað án þess að slægð kæmi þar nokkuð við sögu. Allt annað er að hafa ástæðu til að meta það í fari stjórnmálamanns að hann kæri sig almennt kollóttan um hreinskilni og heiðarleika sem sjálfstæð gildi. Slíkan stjórnmálamann væri einfaldlega ekki hægt að taka trúanlegan eða treysta á. Gildi hreinskilni og heiðarleika virðast því sannarlega mikilvæg í stjórnmálum, þrátt fyrir að ef til vill sé ástæða til að veita stjórnmálamönnum hæfilegt svigrúm til að leika listir sínar við skreytingar og sviðsframkomu í þágu góðra markmiða. Rök af þessu tagi eiga meðal annars við um hugtökin einlægni (e. sincerity) og það að vera sjálfum sér trúr (e. authenticity). Þeir sem sjá ofsjónum yfir hræsni stjórnmálamanna átta sig ekki endilega á því að það er mögulegt fyrir stjórnmála- mann að varðveita þessar dygðir samhliða því sem hann blekkir, dylur og beitir mælskubrögðum að vissu marki.28 Sá sem er sjálfum sér trúr heldur í heiðri þau gildi og skuldbindingar sem skilgreina sjálfsmynd hans, af ástæðum sem hann telur gildar, og segir satt um hver þessi gildi og skuldbindingar eru.29 Í fulltrúa- lýðræði verða kjósendur að geta reitt sig á dómgreind fulltrúa sinna við breytilegar aðstæður án stöðugs eftirlits kjósenda. Þetta er erfitt ef ekki er hægt að treysta yfirlýsingum stjórnmálamanna um það fyrir hvað þeir standi og að þeir muni ekki víkja frá þeim gildum sem þeir lýsa þannig yfir. Að þessu leyti ættum við að gera aðra kröfu til stjórnmálamanna en leikara á sviði.30 Allir vita að leikarinn er ekki persónan sem hann leikur, en við gerum ráð fyrir því að þótt stjórnmálamað- urinn geti verið slóttugur, mælskur og stundum dulinn á staðreyndir, þá blekki hann okkur ekki varðandi það fyrir hvað hann stendur eða hver hann sé. Með því að halda þessari kröfu sífellt á lofti geta almennir borgarar aukið líkur á að stjórnmálamenn verði við henni og séu eins trúir grunngildum sínum og kostur er, jafnframt því sem þeir séu tilbúnir að gera málamiðlanir og haga seglum eftir vindi í þágu góðra markmiða.31 Sambærileg rök hafa verið færð fyrir mikilvægi heilinda (e. integrity) í lýðræðis- legum stjórnmálum.32 Þegar rætt er um heilindi í stjórnmálum er oft einungis átt við breytni í samræmi við siðareglur eða aðrar viðurkenndar reglur.33 Þetta er þó villandi, því að í siðfræði er hefð fyrir því að líta á heilindi sem skapgerðar- einkenni eða dygð sem birtist í því að vera óviljugur að fórna sannfæringu sinni eða fara á svig við hana.34 Geta heilindi í þessum skilningi nokkurn tímann ver- ið dygð stjórnmálamanns á meðan það er staðreynd að í heimi stjórnmálanna eru málamiðlanir nauðsynlegar? Hér má aftur gera greinarmun á því að blekkja 28 Jones 2016: 489–504. 29 Jones 2016: 490. 30 Jones 2016: 496. 31 Jones 2016: 502. Jones vísar í þessu sambandi til tilrauna Daniels Batson 2008 sem sýna fram á fylgni á milli sjálfsvitundar fyrir tilstilli spegils og þess að vera heiðarlegur. 32 Hall 2018. Sjá einnig Nili 2018. 33 Sjá Gebel 2012. 34 Sjá Scherkoske 2013 og Williams 1973. Hugur 2018meðoverride.indd 122 24-Jul-18 12:21:27
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.