Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2018, Page 59

Andvari - 01.01.2018, Page 59
 58 HJALTI ÞORLEIFSSON ANDVARI Auk hugmyndarinnar um frumkraftinn er afstaða Bergson til tímahug- taksins eitt það mikilvægasta í heimspeki hans. Allar lífverur voru sem fyrr segir bundnar saman í eina heild samkvæmt henni en þessi lífsheild var jafn- framt samtvinnuð í tímanum sem var þeim háður. Aðeins hið lifandi efni væri til í tíma þar sem það eitt væri fært um að skynja hann. Einstaklingur af hvaða tegund sem var yrði með honum hluti langrar keðju eða samhengis allt aftur til fyrsta vísis lífsins og fram til endaloka þess í fjarlægri framtíð. Aðrar lífverur, svo sem býfluga eða amaba, áttu upphaf sitt á sama stað og voru hluti sömu keðju þó að þær hefðu á einhverju stigi þróast í aðrar áttir en maðurinn. Öll þessi forsaga sagði Bergson að væri til í því sem hann kallaði „varanleika“ (durée) sem fæli í sér stöðugt flæði lífsins, heildarfljót alls þess sem var, er og verður, og næði út fyrir rúm og tímanleg mörk. Bergson sagði manninn geta greint varanleikann í minninu þar sem hann birtist í tilfinn- ingu fyrir fortíðinni sem hann hefði stöðugt fyrir hugskotssjónum sínum og hefði bein áhrif á aðgerðir hans. Hvaðeina sem einhver tæki upp á að gera væri þannig háð því sem hefði áður gerst og það sem myndi gerast væri bundið því sem gerðist núna. Jafnframt áleit Bergson gerlegt að upplifa var- anleikann, það er veruleikann í sjálfum sér, með því að virkja innsæið með beinum hætti í sköpun og komast þannig út fyrir vébönd tíma og rúms.27 * Kenningar Bergson áttu upp á pallborðið á árunum í kringum aldamótin og þá sem hluti af umræðum sem nýjar uppgötvanir 19. aldar höfðu leitt af sér, eins og getið hefur verið um.28 Þess vegna fólu þær ekki í sér afturhvarf til þeirrar hughyggju sem rómantíkin hafði byggst á, þó að unnt sé að tala um tengsl þar á milli. Einar Benediktsson var framsýnn og heimspekilega sinnaður maður sem fylgdist með menningarstraumum í nágrannalöndun- um, þar sem hann dvaldi langdvölum, og því liggur beint við að skáldskapur hans sé settur í samband við hugmyndafræðilegar gerjanir sem þar voru að eiga sér stað.29 Áhugi á frumspekilegum spurningum var honum eiginlegur en ekki eitthvað sem hann greip bara til í ljóðagerðinni, eins og fram kom hjá fyrrum eiginkonu hans, Valgerði (1881–1955), að honum látnum: „Hann vildi sjálfur glíma við hinar miklu ráðgátur tilverunnar og skapaði sér sínar eigin hugmyndir um almætti og alheim, nokkurs konar eigið heimspekikerfi […],“30 sagði hún. Myndin sem dregin hefur verið upp af verkum hans virðist heldur ekki heil, eins og hugmyndirnar á bak við þau hafi ekki verið krufnar til mergjar. Staðnæmst hefur verið við áhrif Nietzsche, eins og fjallað hefur verið um, enda er auðvelt að færa fyrir þeim rök, en hve margt aðskilur hann frá lykilþáttum þar er jafn auðséð. Valgerður dró enga dul á að Einar hefði verið trúmaður sem eitt og sér aðgreinir hann til dæmis býsna eindregið frá
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.