Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2018, Side 130

Andvari - 01.01.2018, Side 130
ANDVARI DYSIN, VARÐAN OG VERÐANDIN 129 inn“.79 Það sem er athyglisvert við þetta er sú áhersla sem lögð er á rými í tvískiptingunni milli hátt- og lágtsettra. Skólinn er spölkorn í burtu, Skólavarðan er lokuð og fyrsta listasafn Íslands er girt af. Samkvæmt kenn- ingum franska fræðimannsins Michels de Certeau er það einkenni ráðandi og „réttrar“ stefnu að ráða yfir rými en jaðarmennin, sem leynast í kimunum hafa tímann einan til taks.80 Í L‘Invention du quotidien talar de Certeau um átök há- og lágmenningar, ráðandi stétta og jaðarhópa.81 Þar rekur hann að þegar sjónarmið þeirra sem setja stefnur og þeirra sem þurfa að hlýða þeim stangast á, hafi hinn al- menni borgari fá tæki til umráða sem hann getur nýtt til að láta gremju sína í ljós. Almúgamaðurinn getur aftur á móti stjórnað neyslu sinni og þannig gert lítið úr styrk valdhafa, ögrað þeim án þess að sækja á móti þeim. Ætli eþíópíska máltækið „þegar hinn hái herra gengur hjá, hneigir hygginn bóndi sig djúpt og leysir hljóðlega vind“ lýsi þessu ekki best. De Certeau segir enn frekar að upp að vissu marki geti hinn lægra setti skapað álíka tvíræðni með því að „nota“ þá menningu sem elítan boðar og býður á sinn eigin hátt. Að því sögðu má sjá ákveðin menningarleg átök birtast í því hversu illa var farið með Skólavörðuna. Færa mætti rök fyrir því að framför, framtíð og menntun hafi verið slagorð frammámanna – ekki allra – sem vildu að íslenska þjóðin stæði jafnfætis nágrannaþjóðum sínum. Það má vera að þeir sem vildu halda bænum í horfinu, torfinu, hafi ekki getað komið í veg fyrir byggingu Skólavörðunnar en þeir gátu endurskilgreint hlutverk hennar. Þetta voru þeir sem var meinuð innganga, sem fengu ekki að hefja sig upp á topp og horfa til himins, sökum þess að þeir kunnu ekki gott að meta - maður gefur ekki óvitum að drekka úr kristalsglösum. Það má hugsa sér að í stað þess að vera lyftistöng siðferðis og fegurðar- skyns hafi Skólavarðan einungis verið þeim veggur til að kyssast í skjóli, til að halla sér að og hrækja í vindinn, til að krota klúryrði á og hverfa svo í myrkrið. Hér framar var bent á tilvitnun úr Þjóðólfi þar sem stóð að viðir vörðunnar væru „brotnir út hátt og lát [svo], loptin ötuð með óþverra og þilin útpáruð með klámi og keskni“.82 Það má hins vegar spyrja hvort hægt hefði verið að ætlast til meira af holtinu – að svo stöddu. Rétt er að þarna hafði Skólavarðan staðið og búið var að byggja fyrsta íslenska listasafnið uppi á hæðinni, en eins og Einar Jónsson lýsir því sjálfur þá var holtið „eins konar sorphaugur bæjarins, og þar var fullt af hænsnahúsum og rottum“.83 Er rétt- lætanlegt að nema þar land, rósin dafni best á mykjuhaugnum? Í upphafi þessara skrifa var vitnað í grein sem var rituð árið 1929. Þar var Skólavörðunni lýst sem votti um „íslenskt lundarfar, dug og þrautseigju“, þar var hún jafnframt kölluð „aldin móðir þessa bæjar“ og sögð vera sögu- legt minnismerki Reykjavíkur. Aðeins tveimur árum síðar er þessari öldnu móður rutt burt fyrir ameríska höggmynd sem hefur gnæft yfir bænum alla
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.