Úrval - 01.02.1947, Qupperneq 11
KRABBAMEIN
9
skólann telja sig hafa fundið
eins konar virus (huldusýkla)
sem alltaf er til staðar í einni
tegund af músakrabba. Rann-
sóknir þeirra geta haft mikla
þýðingu fyrr en varir.
Enn sem komið er, er engin
áreiðanleg vitneskja um, að
huldusýklar eigi þátt í krabba í
rnönnum.
Dr. Clarence C. Little í Bar
Harbor hefir varpað miklu ljósi
yfir þann þátt, sem hormónar
geta átt í uppruna vissra inn-
vortis krabbameina. Með því að
taka kynkirtla úr nýfæddum
músum, komst ójafnvægi á þau
efni, sem örfa vöxt. Lokaafleið-
ing af þessu varð sú, að krabba-
mein myndaðist í einu þeirra
líffæra, sem mynda hormóna.
Eannsóknir dr. Littles vekja þá
hugsun, að myndun vissra inn-
ýfla krabbameina séu nátengd
þeim öflum, sem stjóma vexti.
Aftur á móti er hægt að tefja
vöxt sumra krabbategunda í
mönnum, með því að breyta
jafnvæginu milli hormóna
líkamans.
Með aðferð, sem kalla mætti
hina kröftugu geislameðferð
(concentration radiotherapy),
hefir dr. Max Cutler, forstöðu-
manni krabbameinsstofnunar-
innar í Chicago, tekist að
auka lækningamátt radiums og
Röntgensgeisla gegn krabba-
meini. Hann hefir haft til með-
ferðar yfir tvö hundruð tilfelli
af krabbameini í barkakýli á
byrjunarstigi, og náð góðum á-
rangri, en aðeins kunnáttumenn
með langa æfingu og reynslu
geta notfært sér þessa aðferð.
Dr. Cornelius P. Rhoads hefir
sýnt fram á, að miklar truflanir
á efnaskiptingu líkamans eiga
sér stað í krabbameinssjúkling-
um. Nákvæmar lífefnafræðileg-
ar athuganir hafa leitt í ljós, að
við magakrabba starfa lifur og
nýmahettur óeðiilega, og að í
blóðinu er meiri sykur en venju-
lega, en minna af eggjahvítu og
A-vítamíni. Slíkar rannsóknir
geta bent til að mögulegt sé að
hafa hemil á vexti magakrabba.
Ómögulegt er að segja, hvort
þessar athuganir geta leitt til
úrls.usnar hvað snertir krabba-
mein í öðrum líffærum, vegna
þess að efnaskipti og störf
líkamsvefjanna eru svo ólík.
Það, sem fyrir liggur, er að
finna orsakir krabbameins í
hínum mismunandi líffærum,
hverju fyrir sig. Það er ekki
auðvelt, en þó ekki vonlaust.
Til þess að vinna þá baráttu, er