Úrval - 01.02.1947, Page 13
Einu sinni.
Smásaga
eftir D. H. Lawrence.
AÐ var yndislegur morgunn.
Hvítir skýhnoðrar svifu yf-
ir fljótin, rétt eins og stór járn-
brautarlest hefði ekið fram hjá
og skilið eftir gufumökk á leið
sinni fram dalinn. Litur fjall-
aima var daufblár og það
glampaði á snæviþakta tind-
ana í sólskininu. Mér fannst
fjöllin vera langt í burtu og stara
undrandi á mig. Ég var að þvo
mér og sólin skein inn um opinn
gluggann. Ég var að hugsa um
þungbúinn morguninn — svo
fagran, fjarrænan og kyrran —
David Herbert Lawrence fæddist í
Nottingham í Englandi áiið 1885.
Hann átti erfitt uppdráttar í æsku,
en tókst þó að brjóta sér braut til
frama og efna. Hann fékk berkla
á unga aldri og varð um síðir
..hvíta dauðanum" að bráð.
Ein af bókum Lawrence hefir kom-
ið út á íslenzku. Er það Lady Chatt-
erley’s Lover eða Bláa bókin, sem
Kristmann Guðmundsson þýddi.
og ég var nærri búinn að gleyma
að þerra mig. Þegar ég var kom-
inn í morgunsloppinn, lagðist
ég aftur fyrir og virti fyrir mér
landslagið, sem var sveipað
grænni slikju dögunarinnar, og
ég fór að hugsa um Anitu.
Ég varð ástfanginn af henni
þegar ég var drengur. Hún var
aðalsættar, en ekki rík. Ég var
alinn upp á einfalda, borgara-
lega vísu, og var allt of feiminn
og meinlaus til að láta mér detta
í hug að elska hana. Hún hafði
ekki fyrr lokið skólanáminu en
hún giftist liðsforingja. Hann
var ekki ósnotur, en naut-
heimskur. Og Anita var aðeins
átján ára. Þegar hún loksins
tók mér sem elskhuga, sagði
hún mér frá því öllu.
— Brúðkaupsnóttina, sagði
hún, lá ég vakandi og var að
telja hve mörg blóm væru í
hverri röð á veggfóðrinu. Hann
var drepleiðinlegur.