Úrval - 01.02.1947, Blaðsíða 15
EINU SINNI
13
buddunni, ilmvatninu og sjald-
gæfu smáhlutunum, sem hún
safnaði: Það gæti verið nógu
gaman. Einhver lostatilfinning
greip mig við tilhugsunina um,
að hún næði slíku valdi yfir
mér. En ég elskaði hana og það
væri ekki rétt gagnvart henni:
Ég vildi vera henni meira en
dægrastytting.
Skyndilega opnuðust dyrnar
og Anita kom inn. Ég hló með
sjálfum mér og dáðist að henni.
Hún var svo eðlileg! Hún var
klædd í eithvað þunnt og gagn-
sætt efni, sem héklc niður af
öxlunum, í skóm, og á öðr-
um fætinum hafði sokkurinn
smokrast niður. Hún var með
afskaplega stói'an hatt á höfð-
inu, svartan og hvítbryddaðan,
með geysistórri Ijósbrúnni fjöð-
ur, sem sveigðist sitt á hvað.
Það var risahattur, sem krýndi
blygðunarleysi hennar, og stóra,
mjúka fjöðurin sveif yfir henni
og steyptist snögglega niður
eins og foss, þegar hún beygði
höfuðið aftur á bak.
Hún leit á mig og gekk síð-
an að speglinum.
— Hvernig lízt þér á hattinn
minn? spurði hún.
Hún stóð frammi fyrir spegl-
inum og var niðursokkin í að
hugsa um hattinn. Það gljáði á
naktar axlir hennar, og gegnum
þunnt efnið sá ég móta fyrir
mjúkum línum líkama hennar,
með gullnum skuggum undir
brjóstunum og í handarkrikim-
um. Ljósið leið eins og silfur-
straumur eftir uppréttum hand-
legg hennar, og gullni skugginn
bærðist þegar hún lagfærði á
sér hattinn.
— Hvernig lízt þér á hattinn
minn? endurtók hún.
Þegar ég anzaði ekki, sneri
hun sér við og leit á mig. Ég
lá enn í rúminu. Hún hlýtur að
hafa tekið eftir því, að ég horfði
á hana, en ekki hattinn, því að
augu hennar urðu dimm og hörð
eitt andartalc og hún spurði
grem julega:
— Þykir þér hann þá ekki
fallegur?
— Hann er yndislegur. Hvar
fékkstu hann?
— Frá Berlín í morgun eða í
gærkveldi.
— Hami er nokkuð stór,
dirfðist ég að segja.
Hún varð hnarreist.
— Alls ekki, sagði liún og
sneri sér að speglinum.
Ég reis upp, fór úr morgun-
sloppnum, setti upp hatt og
gekk hægt til hennar — með