Úrval - 01.02.1947, Page 22
20
ÚRVAL
vindurinn blés, og vafraði í
óvissu. Ég lá kyrr og horfði á
sólskinið úti fyrir.
— Um hvað ertu að hugsa?
spurði hún.
— Brytinn hlær, þegar við
förum niður til að drekka kaffi.
— Nei, það var ekki það.
— Klukkan er hálf tíu.
Hún fitlaði við snúruna á
náttkjólnum.
— Um hvað ertu að hugsa?
spurði hún lágt.
— Ég var að hugsa um það,
að þú færð allt sem þú villt.
— Hvað áttu við?
— í ástum.
— Og hvað er það, sem ég
vil ?
— Æsing.
— Vil ég það?
— Já.
Hún laut höfðí.
Ertu að hugsa um að fara í
sleðaferð í dag? spurði ég.
— Hvers vegna segir þú, að
ég sækist aðeins eftir æsingu?
spurði hún lágt.
— Af því að það er ekki ann-
að, sem þú krefst af karlmanni.
Viltu alls ekki sígarettu?
— Nei, takk ... Og hvað vil
ég meira?
Ég yppti öxlum.
Hún hélt áfram að fitla hugs-
andi við snúruna.
— Fram að þessu hefir þú
ekki farið neins á mis. Þú hefir
ekki saknað neins í ástum,
sagði ég.
Hún var þögul andartak.
— Jú, það hefi ég, sagði hún
alvarleg.
Það lá við að hjarta mitt
hætti að slá, þegar ég heyrðí
hana segja þetta.
co^cc
RIMSKY-KORSAKOV, hið mikla rússneska tónskáld, sagði
einhverju sinni: „Flestir bókhaldarar kvarta undan þvi, hve
vinna þeirra sé leiðinleg. Þeir hafi í rauninni ætlað sér að verða
allt annað en bókhaldari, t. d. rithöfundur, en lífið hafi leikið þá
grátt og sett þá á ranga hillu. Hins vegar getur enginn lista-
maður haldið því fram, að hann hafi ætlað að verða bókhaldari
en síðan neyðst út á listamannsbrautina. Fyrir þá sök getur
listamaðurinn ekki afsakað mistök sín. Hann stendur og fellur
með verkum sinum.“
— Magazine Digest.