Úrval - 01.02.1947, Page 23
Api aUntt upp sem barn.
Arfur eða umhverfi?
Grein úr „World Review",
eftir J. S. Barwell.
■fT'YRIR tæpum hundrað árum
hefði sérhver menntað-
tu' Evrópumaður talið þá skoð-
un sjálísagða, að hið háa menn-
ingarstig hvíta kynstofns-
ins væri að þakka þrosk-
aðrí andlegum gáfum hans,
heldur en annara kyn-
stofna. Tvö þúsund árum
þar áður hefðu Rómverj-
ar verið jafn sannfærðir
um, að þeir hefðu haft
meðfædda meiri hæfileika
heldur en Bretónar, sem
peir höfðu sigrað og
stjórnað.
Þegar frumstæðar þjóð-
ir á síðustu öldinni hurfu
frá villimennsku og mann-
áti og náðu þroskastigi
nútíma menningar, varð þessi
skoðun þrátt fyrir allt mjög
dregin í efa. Árið 1836 taldi
Darwin frumbyggja Nýja-Sjá-
lands, sem þá voru mannæt-
ur, vera „grimma, sóðalega og
óalandi." En 1946 var einn af-
komandi þeirra, prófessor í
mannfræði við Yaleháskólann,
sæmdur heiðursmerki fyrir
störf sín í þágu vísindanna, og
áður hafði annar afkomandi
frumbyggja Nýja-Sjálands ver-
ið forsætisráðherra lands síns.