Úrval - 01.02.1947, Page 25
ARFUR EÐA UMHVERFI ?
23
varð hræddur og þá aðeins til
þess að reyna að flýja frá því
sem hann óttaðist, og leita
verndar þeirra sem önnuðust
hann.
Apinn var miklu athafna-
samari en bamið, en aftur á
móti var starf hans miklu ein-
hæfara. Barnið lék sér oft mjög
mikið í stuttan tíma, en var
svo rólegt á eftir. Öðru máli
var að gegna um apann. Þreyta
drengsins kom þannig í ljós, að
hann var óvær áður en hann var
háttaður. Þegar apinn var
þreyttur, lagðist hann á gólfið
eða skreið í kjöltu fósturfor-
eldra sinna. Einnig virtist hann
afþreytast á undarlega skömm-
um tíma, miðað við barnið.
Honum var tamara en
drengnum að sofna eftir hverja
máltíð, ef ekkert var til þess að
fjörga hann. Hann sofnaði allt-
af þegar honum var ekið í bíl,
allt þar til hann var nógu gam-
all til að standa og horfa í gegn-
um gluggann á það sem fyrir
augun bar. Þegar hann hafðist
ekkert að, olli það honum oft
íeiða og svefnmóki. Apinn var
ekki leikinn í að beita fingr-
um sínum til þess sem hann
þurfti að gera. Honum veittist
t. d. auðveldara að taka hluti
upp af gólfinu með vörunum
heldur en höndunum. Á meðan
hann var ekki orðinn það gam-
all, að hann gæti gengið upp-
réttur, heldur á fjórum fótum,
bar hann allt í munninum.
Seinna greip hann oft ýmislegt
á milli vara sér og tók það síð-
an í höndina. Það var gaman að
athuga. þegar hann var að læra
að ganga eins og maður. Þegar
hann var iy2 mánaðar gamall,
átti hann erfitt með að ganga á
4 fótum. Átta og hálfs mánaðar
gamall var hann farinn að
skokka, og níu mánaða var hann
farinn að stökkva og tók hann
þá ýmist fram eða afturfætuma
upp samtímis. Næsta skrefið
hjá honum var að halda í
buxnaskálmar mannsins sem
gætti hans, og ganga þannig
með honum. Brátt var apinn
farinn að geta gengið sjálfur,
og þegar hann var árs gamall
gekk hann alltaf uppréttur.
Þegar hann var þrettán mánaða
gat hann hlaupið og stokkið
jafnfætis. Framfarir hans í þá
átt, að geta gengið eins og mað-
ur, héldu síðan áfram eins og
gerist hjá börnum, nema að
apanum gekk betur. Áhrif um-
hverfisins á apann voru mjög
augljós, þegar þess er gætt, að