Úrval - 01.02.1947, Qupperneq 28
26
ÚRVAL
barnið. Hann var miður sín ef
hann gat ekki séð eða kallað í
einhvern vin sinn eða venidara.
Hann var aldrei fjarri einhverj-
um, sem hann þekkti, hvorki úti
né inni. Ef hann var skilinn eft-
ir einn í húsinu með einhverj-
um ókunnugum, fyrstu mánuð-
ina, virtist hann vera í ógur-
legri klípu. Hann vildi ekki láta
neinn ókunnugan snerta sig né
koma of nærri sér, en á hinn
bóginn var auðséð, að hann
vildi ekki láta hinn ókunna yf-
irgefa sig. Undir slíkum kring-
umstæðum var hann vanur að
rangla úr einu herberginu í
annað, í hæfilegri fjarlægð frá
manninum, og væla ámáttlega.
Honiun þótti svo vænt um
„pabba“ sinn, prófessorinn, að
hann réðst oft á þann, sem pró-
fessorinn þóttist ætla að ráð-
ast á, eða ef einhver lézt ætla
að leggja hendur á prófessor-
inn.
Einu sinni, þegar apinn var
fjórtán mánaða, hafði „pabbi“
hans sett hann á lítinn stól og
sagt honum að „vera kyrr“ með-
an hann væri að skrifa þar
skammt frá, þá fór apinn að
kjökra, því hann langaði til að
koma nær. Hann reyndi nokkr-
um sinnum að komast niður úr
stólmrm, en var alltaf ýtt til
baka. Loksins komst hann nið-
ur, færði stólinn nær og settist
á hann. Þannig gat hann bæði
hlýðnast og fært sig nær pró-
fessornum. Vissulega var þetta
viturlegt!
Þó að apar séu almennt tald-
ir miklar eftirhermur, hermdi
þessi api miklu síður eftir en
drengurimi, sem stældi bæði
göngulag föður síns og apans,
sérvizku þess síðamefnda og
köll. Ekki var hægt að fá ap-
ann til að beita rödd sinni, enda
þótt harin hefði lífeðlisfræði-
lega þroskun til þess. Tilraunir
voru gerðar í þessa átt, en báru
ekki árangur.
Þetta var vafalaust því að
kenna, að minni apans, bæði á
orð og merki, var mikið óþrosk-
aðra en barnsins, og að' hann
átti verr með að einbeita hug-
anum. Drengurinn sýndi einnig
miklu meiri áhuga á að rann-
saka og handfjatla leikföng
sín.
Hvað hefir lærzt af þessari
tilraun ? Grundvallargeðhrif
apans og barnsins voru ekki
gerólík, og bæði gátu þau álykt-
að þegar þess þurfti við. Áhrif
umhverfisins báru stundum sig-
ur úr býtum, einkum þegar ap-