Úrval - 01.02.1947, Page 40
ss
ÚRVAL
Bandaríkjanna, urðu til að opna
augu hans fyrir því, hve alþjóð-
leg vandamál voru rnörg og
flókin, þótt honum áður fyrr
hejma í Briissel hefði verið
gjarnt til að líta á þau með hinu
þrönga sjónarmiði, sem innan-
ríkismálum er háð. Er hann var
í London og svipaðist um í
stjórnmálaheiminum, leit hann
allt öðrum augum á málin en
hann hafði áður gert, þegar
hann sat inni í hinni fomlegu
stjórnarskrifstofu í Briissel.
Þótt hann væri meginlandsbúi
í húð og hár, varð honum nú
Ijóst mikilvægi úthafanna og
fór að hugsa „hnattrænt."
Hann varð nú enn sannfærð-
ari um það en áður, að sameig-
iniegt öryggi til handa hinum
minni þjóðum væri þess eitt um-
komið, að skapa þeim friðvæn-
lega framtíð. Fyrir slíkt öryggi,
sagði Spaak í Washington, væri
hann reiðubúinn til að fórna
einhverju af belgískum yfirráð-
um. En varla er þó hægt að
segja, að hann hugsi sér ,,al-
heimsbræðralag.“ Hann er jafn-
vel ekki viss um tilveru bræðra-
lags Evrópuþjóða. Hann getur
þess að þjóðir Vestur-Evrópu
hafi öldum saman haft aðra
lifshætti en Austur-Evrópu
þjóðir, sem fyrst tóku sér
Byzant til fyrirmyndar og síð-
an Rússland zarsins. Nú hafa
Ráðstjórnarríkin forustuna, og
þau munu, að því er Spaak
hyggur, alltaf fara eigin götur,
og því er það, að hann berst svo
ótrauðlega fyrir stjórnmálalegu
o g hagfræðilegu samstarfi Vest-
ur-Evrópu. Hann hefir tröllatrú
á hinni nánustu samvinnu Vest-
ur-Evrópu ríkjanna og andlegri
og fjármálalegri getu þeirra.
Hann er sannfærður um, að
hlutverki Vestur-Evrópu ríkj-
anna í heiminum sé hvergi nærrí
lokið. En hann er líka sannfærð-
ur um, að ríkja Vestur-Evrópu
bíði því aðeins framtíð, að þeim
takist að koma á hinni nánustu
fjárhagslegri og stjórnmála-
legri samvinnu í nýjum heimí,
sem stjórnað verði af þremur
stórveldum — Bandaríkjum
Norður-Ameríku, Ráðstjórnar-
ríkjunum og Kína framtíðarinn-
ar.
Hann ypptir öxlum þegar
blöðin í Ráðstjórnarríkjunum
saka hann um að hjálpa til að
stofna and-sovietiskt bandalag
Vestur-Evrópu ríkjanna. Hann
er algerlega mótfallinn hug-
myndinni um tvær andstæðar
ríkjasamsteypur, er mundi ó-