Úrval - 01.02.1947, Síða 42
40
ÚRVAL
Þjóðverja í heimsstyrjöldinni
fyrri, en síðar gefnar upp sak-
ír. Hópur hermanna umkringdi
bifreið Spaaks dag nokkum og
hótuðu að drepa hann. Spaak
var hinn rólegasti og fór út úr
bifreiðinni og sagði: „Þið vild-
uð fá Spaak, var ekki svo ? Hér
er hann!“ Einn hermannanna
lÖðrungaði hann, en hinir, sem
kunnu vel að meta hugrekki
bans, komu í veg fyrir frekari
aðgerðir. Sömu hugdirfð sýndi
Spaak, er hann kom til Belgíu,
eftir að hún hafði verið leyst
úr ánauð, og átti að mæta ögr-
unum kommúnista á götmn
Bríissel.
Þegar hann kom á flokksþing
verkamannaflokksins eftir út-
legðina, átti hann í höggi við
f jandsamlegan meiri hluta, sem
vildi skipta um flokksforustuna
og mæltu eindregið með, að allir
þeir, sem dvalið höfðu erlendis
styrjaldarárin, yrðu lækkaðir í
tigninni. Spaak spratt upp og
hrópaði: „Er það ætlunin, að ég
eigi að hefja stjórnmálaferil
minn að nýju og gefa kost á
mér sem þingmannsefni við
næstu kosningar? Ég segi: Nei,
nei og aftur nei!“ Hann híaut
aftur traustsyfirlýsingu innan
flokksins og var samþykkt, að
hann yrði áfram leiðtogi flokks
síns í stjórninni.
Spaak er óvenjulega mælskur
maður. Rödd hans er ekki mikil.
Og hann bregður ekki fyrir sig
smellnum líkingum. Hann kipr-
ar varirnar eins og ChurchilL,
en hefir ekki náðargáfu Church-
ills til að meitla setningarnar.
Hann vitnar aldrei í söguna..
Mál hans er alltaf alþýðlegt og
blátt áf ram. Hann talar máli heil-
brigðar skynsemi, sem er bland-
ið tilfinningasemi. Mælskan,
sem skipar honrnn í röð íremktu
frönskumælandi mælskumanna,
ef hann þá ekki ber af þeim öll-
um, hefir átt drjúgan þátt í
pólitísku gengi hans.
En sennilega má þó öllu öðru
framar þakka gengi hans hinu
eftirtektarverða jafnvægi, sem
er svo einkennanai fyrir hann.
Vera má, að hugsjónarstefnan
og metnaður hans hlaupi stund-
um með hann í gönur, en þó
aldrei nema að vissu marki.
Hann missir aldrei stjóm á
sjálfum sér.
Á æskuárum hneigðist hann
mjög að stefnu róttækra, vegna
veglyndis síns, en varð aldrei
samferðamaður þeirra. Síðar, er
hann áleit, að sósialismi Marx
væri orðinn úreltur, reyndi hann