Úrval - 01.02.1947, Page 54
52
tJRVAL
hver sjálfráð athöfn í aðal-
atriðum. Það er barið að dyr-
um og þér kemur pósturinn í
hug — þú sérð hann strax
fyrir þér í bláum einkennisbún-
ingi. Vegna póstsins dettur þér
reikningur í hug, vegna reikn-
ingsins tekjuskatturinn; afleið-
ingin verður sú, að þú þrífur
pennann þinn og skrifar ávís-
un til greiðslu á skattinum, sem
er löngu fallinn í gjalddaga.
Hvað er það þá, sem tengir
hugsanir okkar saman, svo að
ein kemur á eftir annari ? Þetta
fyrirbrigði hefir verið nefnt
hugmyndatengsl, og var þegar
þekkt meðal Forn-Grikkja. Þeg-
ar skynfæri verður fyrir áhrif-
um, sendir það taugaboð til við-
komandi miðstöðvar í heilan-
um; þaðan þýtur boðið eftir
áður myndaðri „tengslabraut“
yfir til annars skynsviðs, og
vekur upp orðmyndir og hugs-
anir, og að lokum berst það til
hreyfistöðva heilans. Allt, sem
við höfum lært — allar minn-
ingar okkar og venjur — eru af-
leiðingar nýrra tengsla — við
höfum verið að skipuleggja
,,heilabrautir“ í nýjum kerfum.
Hjá dýrum og ungum börnum
virðast þessi tengsl vera óafvit-
andi og ósjálfráð. En fullorðið
fólk, sem er sæmilega gefið, get-
ur oft og einatt náð valdi yfir
þeim. Við sjáum ekki einungis
eldinguna og heyrum þrumuna;
við veitum því líka athygli, að
þruman kemur á eftir elding-
unni. í sérhverju þroskuðu
tungumáli eru sérstök heiti yfir
hin algengustu tengsl; nafnorð-
in og lýsingarorðin lýsa hlutun-
um og eiginleikum þeirra; sagn-
orðin lýsa athöfnum og hreyf-
ingum; f orsetningamar —
„fyrir,“ „eftir,“ „yfir“ og „und-
ir“ — lýsa afstöðu í tíma og
rúmi, og samtengingarnar —
„þessvegna" og „af því að“ —
lýsa tengslum milli orsakar og
afleiðinga. Því aðeins er maðxrn-
inn fær um að álykta, að hugur
hans getur skilið tengsl hlut-
anna.
Ilvatir og tilfinningar.
Fram að þessu höfum við ein-
göngu rætt um þekkingar — eða
skynsemihlið sálarlífsins —
skynjanir og hugarmyndir,
tengsl þeirra og afstöðu. En
auk þessa er sálarlífið spunnið
úr öðrum og óljósari þáttum,
sem við nefnum einu nafni til-
finningu, og er hún aðaluppi-
staðan í hvötum okkar og geðs-