Úrval - 01.02.1947, Side 58
Vitið þ:ð {►etta ?
Fróðleiksmolar.
úr „Omnibook“,
eftir George Stimpson.
Hreinsar rigning
anclrúnisíoftið?
Það er trú mjög margra, að
rigning hreinsi andrúmsloftið,
en athuganir virðist afsanna
það. Árið 1936 létu bandarísk
yfirvöld í heilsuverndarmálum
hafa eftir sér, að sjálfvirkar
loftsíur í fjórtán stórborgum í
Ameríku sýndu enga rénun á
óhreinindum í loftinu í regni né
eftir regn. Að sjálfsögðu tekur
rigning og snjór nokkuð með sér
af óhreinindum loftsins, en
þessi athugun bendir til þess, að
svo mikið verði eftir, að ekki sé
unnt að kalla það lofthreinsun
í almennri merkingu þess orðs.
Synda fiskar afturábak?
Fiskar geta farið afturábak
og gera það stundum, og marg-
ar tegundir fiska snúa sér í
strauminn og láta berast með
honum þannig, að sporðurinn
fer á undan. Ekki er vitað, að
nokkur fiskur geti synt með
fullum hraða afturábak nema
stutta stund í einu.
Ilvaða þjóðfáni er elztur
þeirra, sem nú eru notaðir?
Danski fáninn, hvítur kross
á rauðum grunni, er elzti fáni
sem til er. Um 1218 e. Kr. átti
Valdemar II. Danakonungur í
hernaði við heiðingja, sem
gerðu tíðar árásir á lönd hans
við Eystrasalt. Heiðingjarnir
réðust að Dönunum óvörum í
herbúðum þeirra nálægt þeim
stað, sem Reval í Estlandi
stendur nú, og það var eingöngu
hreystilegri framgöngu kon-
ungs sjálfs að þakka, að lið
hans beið ekki ósigur. Sagau
segir, að rauður fáni með hvít-
um krossi hafi sézt á himni,
þegar orustan stóð sem hæst
og tvísýnast var um úrslitin.
Valdemar leit á þetta sem svar
við bænum sxnum og fyrirheit
tun hjálp af himnum. Þegar
óvinimir voru sigraðir, tók