Úrval - 01.02.1947, Blaðsíða 68
ÚRVAL
"66
ísku sendisveitarinnar í Róma-
borg og hafði meðferðis skila-
boð til Churchills. Þetta var
leyniskjal, undirritað af þús-
undum San Marinobúa. I skjal-
inu stóð: „Við vorum neyddir
af járnhendi Mussolinis til að
segja bandamönnum stríð á
hendur. Yfirlýsingin um banaa-
lag okkar við öxulríkin, er
fölsk. Frelsið lengi lifi!“
Nú getur San Marino snúið
■sér aftur af kappi að frímerkj-
unum. Ibúarnir rækta kvikfé,
framleiða vín og höggva steina,
en tekjurnar af frímerkjunum
nða baggamuninn fyrir ríkis-
sjóðinn. Þær greiðla líka kostn-
aðinn við hjálparbankann, sem
aðstoðar hina fátæku, sam-
vinnukrárnar, sem selja vín við
kostnaðarverði, almennings-
brauðgerðina, sem selur brauð
nrið heildsöluverði, og kornhlöð-
una, sem selur hveiti með gjald-
fresti; ennfremur greiða þær
laun eins læknis og dýralæknis.
Stjórn San Marinos veitir einn-
ig fé til eins menntaskóla og há-
skóla.
En San Marino er fátækt
land þrátt fyrir frímerkin. Fyr-
ir 78 árum óskuðu alþjóðiegir
spilamenn eftir því að fá að
stofna spilavíti í San Marino,
til þess að keppa við Monte
Carlo. Margir borgarar voru á
þeirri skoðun, að þetta myndi
veita fé inn í landið og auka
velmegun íbúanna, en fors.etinn
mótmælti: „Það er ekki fyrir
efnislega velmegun, að frjáls
ríki viðhalda virðingu sinni.
Það er sökum dyggða hinna
stoltu og heiðruðu lýðveldis-
sinna, sem kunna að hafna auð-
æfum.“
Það var gengið til atkvæða.
Spilavítið var fellt með yfir-
gnæfandi meirihluta.
Enn í dag kýs San Marino að
vera fátækt land, en stolt.
•k -k '■k
Kínversk speki.
Við verðum að líta á okkar eigin galla með augum annarra.
Loitaðu til ættingjanna ef þii ert raunamæddur, cn til gamalla
vina ef hættu ber að höndum.
Gerðu aldrei það, .sem þú vilt ekki að annað fólk viti.