Úrval - 01.02.1947, Síða 69
Ævintýrið um tinkónginn.
Greiii úr ,,Collier’s“,
eftir T. K. Ybai-rn.
í glæsilegustu íbúð glæsileg-
*• asta gistihússins í einni
glæsilegustu borg veraldar, situr
.mjög gamall og ríkur maður.
Hann er einna auðugastur allra
núlifandi manna. Hann er einn
auðugasti maður, sem nokkru
sinni hefir verið uppi. Auðlegð
hans veitir honum víðtæk völd.
Æviferill hans hefir verið sam-
felld frægðarbraut. Samt er það
aðeins einn af þúsundi, sem
bekkir nafn hans. Aðrir hafa
varið miljónum til þess að vekja
á sér athygli. Hann hefir varið
miljónum til að losna við at-
faygli. Alla ævi hefir hann fyr-
irlitið og forðazt almennings-
faylli. Nú orðið er hann í augum
fólks fremur þjóðsaga en per-
sóna með holdi og blóði.
Hve mikill er auður hans?
500 miljónir dollara? Ef til vill.
Enginn virðist vita það. Segjum,
að minnsta kosti 300 miljónir.
Hve gamall er hann? Áttatíu
og þriggja ára? Áttatiu og
f imm ? Kann að vera. Menn vita
það ekki með vissu. Segjum, að
minnsta kosti áttræður.
Ég geng til hans. Hann ber
öll einkenni hins suður-ame-
ríska Indíána. Hann er stuttur,
kubbslegur, samanrekinn. Hann
klæðist íburðarmiklum, blárönd-
óttum fötum, líkt og velefnað-
ur bandarískur kaupsýslumað-
ur. Yfir augum hans er hula
ellinnar, íyrirboði endalokanna,
sem varla geta verið langt und-
an. Hann situr í gullgreyptu
hægindi og hallar sér kurteis-
lega í áttina til mín.
Eg þrýsti hönd hans. Hönd
þessi var einu sinni hrjúf og
óhrein, þegar hún hélt um hak-
ann, sem losaði erfiðismannin-
um fyrsta tingrýtið hans. Ég
hneigi mig fyrir konu hans,
sem ljómar af silki, sælu og alls-
nægtum, og átt hefir kost á öllu
sem fyrir miljónir fæst. Ég tek