Úrval - 01.02.1947, Síða 70
68
ÚRVAL
í fagursnyrta hönd hennar.
Höndin sú var einu sinni illa
hirt og auri ötuð, þegar eigand-
inn var eina hjálparstoð manns-
ins, sem nú veitir vinnu þúsund-
um karla og kvenna — manns-
ins, sem nú er tinkóngurinn Pat-
inó, Símon Patinó, tinkóngur
Bólivíu, Símon I. Patinó, tin-
kóngur heimsins.
Antenor, sonur hans, sem
kom með mig upp í hina glæsi-
legu íbúð í Plazagistihúsinu í
Buenos Aires, á fund foreldra
sinna, lítur kvíðafullur á mig.
Ég veit að hann er að hugsa um
loforðið, sem hann tók af mér.
Ég sezt við gullbúið borð.
Don Símon — eins og tinkóng-
urinn er nefndur, jafnt af vin-
um sem óvinum — rís upp úr
gullgreyptu hægindinu og tyllir
sér nær mér. Við tölum. Við
minnumst á París, þar sem hann
á veglegt stórhýsi við Avenue
Foch hjá Boulogneskógi. Við
vikjum að New York. Þegar
hann heimsækir Bandaríkin, býr
hann í dýrlegum salarkynnum
i Waldorf-Astoria. Samræðurn-
ar beinast að Bólivíu. „Þér verð-
ið að skoða tinnámurnar mín-
ar,“ segir Don Símon. Kona
hans, Donna Albína, kinkar
kolli til samþykkis.
Sonur hans lítur órólega á-
mig. Nokkrum mínútum síðar-
stend ég upp, því að ég hafði
heitið Antenor að þreyta ekki
föður hans, sem læknarnir hafa
bannað að fara út — jafnvel að
taka á móti gestum. Aftur
þrýsti ég hönd Don Símonar.
„Þér verðið að skoða tinnámur
mínar,“ endurtók hann. Enn
kinkar kona hans kolli. Ég tek
aftur í hönd henni.
Dyrnar lolrast hljóðlega að
baki okkar Don Antenors. Don
Símon Patinó er ekki lengur til.
Þjóðsagan skipar sess sinn á ný.
Nokkrum dögum seinna stend
ég á eyðilegum, veðruðum tindi.
Framundan eru auðugustu nám-
ur Bólivíu. Þær eru hið dýrmæt-
asta af dæmafáum eignum tin-
kóngsins Símonar Patinós. Ég
horfi á gróðurlausar brekkurn-
ar, sem rifnar hafa verið í sund-
ur af verkamannaherjum hans
og vélum þeirra. Ég horfi á
þorpin, sem eingöngu eru byggð
námamönnum hans og fjöí-
skyldum þeirra. Ég horfi á
skuggaleg og miskunnarlaus
fjöllin, sem fært hafa tinkóng-
inum tugþúsundir tonna af tini.
sem hann hefir svo yfirfært í