Úrval - 01.02.1947, Síða 78
Ráðleggingar tU þeirra kvenna,
sem ekki giftast.
Hvað á ógifta konan að gera?
Grein úr „Magazine Digest“,
eftir N. N.
TTVERNIG getur ógift stúlka
J.T verið hamingjusöm án eig-
inmanns ? Hvað um ástar-
þrána? Getur nokkuð komið í
stað barnanna? Hvar á hún að
búa?
Við skulum snúa okkur fyrst
að síðustu spurningunni: heim-
ilisvandamálinu. Margar ógift-
ar stúlkur halda áfram að búa
heima hjá foreldrum sínum, þar
til þær eru orðnar miðaldra.
Sumar taka að sér bústjórnina
við lát foreldris, ef yngri börn
eru á heimilinu. En ekki geta
allar stúlkur samlagað sig hin-
um breytilegu viðhorfum.
Stundum líta foreldramir alltaf
á hina ógiftu dóttur sína sem
barn. í slíkum tilfellum er hætt
við að hún verði misheppnuð og
geðvond, er aldurinn færist yf-
ir.
Oft ber það við, að ógift
stúlka, sem býr hjá foreldrum
sínum, verður að eyða hinum
litlu tekjum sínum til heimilis-
ins, en gift systkini hennar, seix
hafa miklu hærri tekjur, lát&
ekkert af hendi rakna. Ósjaldar.
ætlast hinar giftu systur líka tii
þess, að hún gæti barna þeirra
í viðlögum.
Þessu er auðvitað ekki alltaf
svo farið. Sumar ógiftar stúlk-
ur leggja ekki eyri til heimilis-
ins, enda þótt þær hafi góðar
tekjur. Þær ætlast til þess, að
foreldrarnir sjái fyrir þeim, eins
og þegar þær voru börn. Sumax-
stjórna heimilum foreldra sinna
með ráðríki og yfirgangi.
Hver er lausnin á þessu
vandamáli? Ungfrú Reed, höf-
undur bókarinnar Einstœðings
lconur, skýrir frá gáfaðri stúlku.
sem gerði fjárhagsáætlun um
rekstur heimilisins. Hún lét öll
hin giftu systkini sín leggja
eitthvað af mörkum og sá um.
aði greiðslurnar fóru fram máii-
aðarlega. Þetta fyrirkomulag
reyndist vel og varð ekki tilefní
neinnar misklíðar.