Úrval - 01.02.1947, Side 96
94
ÚRVAL
yfir mig og kallaði: ,,Chere-
panov, hvernig líður þér?“ —
„Khorosho — ágætlega,“ svar-
aði ég. Ég furðaði mig á, hvar
ég væri staddur, og allt í einu
mtmdi ég eftir því, að ég haföi
særzt, og þá varð ég þess var,
að ég gat ekkert séð. Ég tók að
nudda á mér augun og spurði
skelfdur, hvort augu mín hefðu
særzt. Sama mjúka kvenröddin
huggaði mig: „Nei, nei. Þú get-
ur verið rólegur. Augu þin eru
óskemmd." — Ég trúði henni
ekki. Það suðaði í eyrum mín-
um og ég heyrði raddir og skó-
hljóð. Svo hrópaði einhver:
„Prófessor!" Hann kom, og
ég fann granna og kalda fingur
hans þukla augnalok mín. Hann
lyfti þeim upp. „Gefið honum
Móð — fljótt,“ sagði rödd í
myrkrinu, og síðan sagði hún
við mig: „Þú færð sjónina aft-
ur.“
— Augnabiikin liðu. „Krepptu
hnefann," sagði röddin og ég
hlýddi, en átti þó bágt með það.
Ég fann allt í einu til í hana-
leggnum og það var eins og ein-
hver kuldi streymdi um líkama
minn. Ég skalf og bað urn að ég
væri færður í meiri föt.
Ég gleymdi hræðslu minni við
blinduna og óskaði þess eins, að
rnér híýnaði. Tíminn leið seint
— hver mínúta var eins og heil
ísöid. Svo varð ég þess var, að
mér fór að hlýna, fyrst í útlim-
unum, en síðan færðist hitinn
um allan líkamann.
Dagurinn var lengi að líða.
Ég þreifaði á mjöðminni — en
þar hafði þá verið sett járm-
spöng. Ég var enn ákaflega
hræddur um að ég yrði blinö-
ur.
— Ég sofnaði, og vaknaði
aftur við rödd hjúkrunarkon-
unnar, sem spurði, hvort ég
gæti séð. Ég sá ekkert. Mér var
enn gefið blóð, og sami kuldinn
læstist um mig allan. I þetta
skipti gekk mér ver að hlýna..
Ég spurði, hvaða dagur væri í
dag. „Fjórði marz,“ var svarao.
Hjúkrunarkonan sat þolin-
móð við rúmið mitt, meðan ég
engdist af kvölum. Engdist,
segi ég; en raunverulega lá ég
grafkyrr, meðan ægilegar sýnir
liðu fyrir hugskotssjónir mínar
— öll árin, sem ég yrði að lifa
blindur. Skyndilega leið eins og
ský fyrir augu mín og ég gat
séð teskeið. Það var venjuleg
hvítmálmsteskeið. Síðan sá ég
ungt og fallegt andlit, stúlku-
andlit.
Mér batnaði smásaman í aug-