Úrval - 01.02.1947, Page 99
Hva<S; vitum við um fyrstu
Forfeður okkar.
Grein úr „The Listener",
eftir Dorothy Garrod.
HPALA hinna dánu er orðin
miklu hærri en tala þeirra,
sem munu lifa. Tími næturinnar
er orðinn langtum lengri en tími
dagsins.
Þegar Thomas Browne skrif-
aði þessi orð fyrir nærri þrem
öldum, vissi hann ekki sjálfur,
hve sönn þau voru, því að það
eru ekki nema hundrað ár síðan
maðurinn uppgötvaði fortíð
sína. Sönnunargögnin höfðu
alltaf verið til, rétt undir yfir-
borði jarðar, og gullnemar og
grjótnámumenn höfðu oft rek-
ist á þau í hellum og árfarveg-
um. En af því að enginn skildi
þýðingu þeirra, voru þau ekki
athuguð nánar. Við getum raun-
ar sagt, að það hafi ekki verið
unnt að skilja þau, fyrr en
mannleg þekking var komin á
það stig, að menn gátu hugsað
sér fortíð sína, ekki í þúsund-
um heldur í hundruð þúsunaa
ára.
Hver eru nú þessi sönnunar-
gögn? Hvað er það, sem hinir
fyrstu menn hafa skilið eftir?
Hvar finnast þessar leifar?
Hvað geta þær frætt okkur
um?
Við skulum byrja á hinu
elzta, hinum klunnalegu stein-
verkfærum, sem eru fyrstu heim-
ildirnar um tilveru mannana á
jörðinni, eins og fomleifafræð-
ingar komast að orði: Þessi
verkfæri finnast, núin og máó.
í gömlum malarfarvegum í hlíð-
um dalanna, talsvert ofar en nú-
verandi farvegir ánna eru. Þess-
ir malarfarvegir rnynduðust á
ísöld, fyrir 250 þúsund árum,
áður en árnar höfðu grafið sig
eins langt niður og nú. I döl-
um Thames- og Sommefljótanna
finnast t. d. margir slíkir far-
vegir, auðugir að steinaldai--
verkfærum, og eru þeir í mis-
munandi hæð; St. Pálskirkjai;
stendur á 50 feta háum bakka
Themesár, þar sem mikið er um