Úrval - 01.02.1947, Síða 103
FOKFEÐTJR OKKAR
lOt
landi og Spáni — málverkum
af ísaldardýrum, sem gerð eru
af svo náttúrlegum þokka, að
-enginn málari hefir betur gert
síðan. Hugmyndirnar, sem liggja
að baki þessum myndum, eru
vel Ijósar. Örin, sem dregin var
á síðu hins málaða dýrs, veitti
veiðimanninum vald yfir hinu
lifandi dýri, bisonuxar og
hreyndýr, máluð tvö og tvö,
tryggðu frjósemi villihjarðanna.
Stundum sést veiðimaður meðal
dýranna, dulbúinn, með horn á
höfði og sveipaður skinni. í
helli einum í Pyreneafjöllum er
mynd af dulbúnum töframanni
efst á veggnum, ofar öllum öðr-
um myndum.
Þessi málverk sýna, hve
geysimikla þýðingu veiðarnar
höfðu í lífi þessara manna, sem
áttu allt sitt undir þeim, en þau
bera líka vott um mikla listræna
snilli. Eldur þessarar snilli brann
í nokkur þúsund ár — við vit-
mn ekki hve mörg — og þegar
hann slokknaði, var hin langa
„nótt tímans“ á enda runnin.
'Því tímabili var lokið, þegar
mennirnir lifðu aðeins á dýra-
veiðum og lögðu ekki stund á
neitt annað en það, sem var í
einhverjum tengslum við þær.
Steinöldinni var lokið, og mann-
kynið var nú reiðubúið til að
stíga upp á næsta þrep þjóð-
félagsþróunarinnar. Leirkera,-
smiðirnir og bændurnir eru á
næstu grösum.
Þetta fráhvarf frá veiðiskap
til akuryrkju og kvikf járræktar
er í raun og veru sannkölluð fé-
lagsleg bylting, og upp frá þessu
tekur mannkynssagan miklu ör-
ari breytingum en áður. Það eru
ekki nema sjö þúsund ár síðan
fyrstu bændumir urðu til. En
milli þeirra og fyrstu steinald-
armannana eru 250 þúsund ár
(og er þó lágt reiknað). Nótt
tímans er vissulega lengri en
dagurinn. Og við vitum enn
sáralítið um það, sem gerðist
þessa nótt. En á hverju ári bæt-
ast við nýir fomleifafundir,
sem varpa nýju Ijósi á líf þess-
ara frummanna, sem eru ná-
tengdir okkur, þrátt fyrir fjar-
lægðina 1 tímanum, því að á
meðal þeirra voru forfeður okk-
ar.