Úrval - 01.02.1947, Page 110
108
■orval
iippgöngunnar. Við gátum þó
séð að Wairuna lá við festar, og
í baksýn var þéttur frumskóg-
ur Sunnudagseyjarinnar. Eftir
að fangarnir höfðu fengið kaffi
og svart brauð, var þeim leyft
að fara upp á þiljur. Við athug-
uðum skipið af miklum áhuga.
1 skutnum var 5,9 þumlunga
fallbyssa, mjög vandlega falin.
Jafnvel af þilfarinu virtist hún
vera lestarbóma, sem segl hafði
verið breytt yfir. En undir segl-
inu sat varðmaður með heyrn-
artæki og var í stöðugu sam-
bandi við stjórnpallinn. Vél-
byssur stóðu á bátaþilfarinu og
var þeim beint að ,,fanga,,-þil-
farinu. Alls vorn sjö 5,9 þuml-
unga fallbyssur á skipinu og
fjögur tundurskeytahlaup.
Áhöfn skipsins — um 400
þýzkir sjóliðar — virtist vera
einvala lið, þreknir og vel vaxn-
ir menn, 25—30 ára gamlir. Allt
voru þetta skemmtilegustu pilt-
ar, og gerðu ekki föngunum
neinn miska.
Annar dagur okkar um borð
í Wolf var sunnudagur. Eftir
miðdegisverð komumst við að
því, að fangarnir hlökkuðu
mjög til eftirmiðdagsins, en þá
fékk hver maður bolla af kakói;
auk þess var það venja, að
hljómsveit skipsins lék í tvær
klukkustundir á þilfarinu.
Hljómsveit Wolfs var ein af
þeim lélegustu, sem ég hefi
hlýtt á. Hún gat ekki leikið
nema fimm lög, og þessi lög lék
hún hvað eftir annað.
Það tók hálfan mánuð að
fljd:ja birgðir úr Wairuna yfir
í Wolf, því að vegna sjógangs
gátu skipin ekki legið stöðugt
hlið við hlið. 1 Wmrutia var
1200 smálestir af kolum, sem
var dýrmætur fengur fyrir
Þjóðverjana. En fegnastir urðu
þeir þó að fá 40 lifandi kindur,
sem á skipinu voru, því að þeir
höfðu ekki bragðað kjöt í marga
mánuði. Þegar lokið var við ao
flytja farminn úr Wairuna, var
farið með skipið á haf út og því
sökkt.
Á meðan hafði Wolf tekio
annað hei’fang, amerísku skonn-
ortuna Windslow, sem var hlað-
in 350 smálestum af kolum,
benzíni og eldtraustum múr-
steini. Þessi farmur kom sér
afar vel; kolin voru notuð til-
þess að kynda undir kötlunum,
benzínið fyrir flugvélina og
múrsteinarnir í eldholin. Þegar
skipið hafði verið tæmt, var þvx
sökkt. Það var óhjákvæmilegt
skilyrði fyrir gengi Wolfs, aS