Úrval - 01.02.1947, Síða 115
VÍKINGASKIPIÐ „ÚLFURINN'
113-
var vel búið vistum, og benzín-
ið nægði flugvél Wolfs í marga
mánuði.
Nerger skipstjóri leyfði
föngunum alltaf að vera áhorf-
endur að því, er herteknum
skipum var sökkt. Ég held, að
hann hafi hvorki gert þetta til
að sýna okkur mátt Þýzkalands
né af öðrum hégómlegum á-
stæðum. Það var ávallt áhrifa-
mikil sjón, að sjá skipum sökkt,
og skipstjórinn áleit, að úr því
að við gátum ekki gert neitt af
okkur, væri okkur ekki ofgott
að horfa á það.
Það var erfitt að sökkva tré-
skipi eins og Béluga. En þar
sem Nerger gat ekki skilið eft-
ir hertekið skip á floti, ákvað
hann að skjóta það í kaf.
Sprengikúlurnar dundu á
Beluga, og brátt tók logandi
benzín úr skipinu að breiðast
út á sjónum umhverfis það. Það
dimmdi snögglega — eins og á-
vallt á hitabeltissvæðunum •—
og þarna lá Beluga, logandi frá
stafni til skuts, í miðju eldhaf-
inu. Það var ægileg sjón, en
Wolf hraðaði sér á brott, því að
slíkt bál gat vakið eftirtekt,
jafnvel á miðju Kyrrahafi.
Wölf sigldi nú beina stefnu
milli Sidney og Suva og flugvél-
in var send í njósnarferðir
kvölds og morgna. Flugvélin,
sem var tveggja sæta tvíþekja
og kölluð Wölfchen (Úlfung-
inn), var mjög gagnleg fyrir
skipið, en það var ekki hægt a&
nota hana að staðaldri. I fyrsta
lagi gat hún ekki lyft sér tiL
flugs, nema með því að hún væri
sett útbyrðis, og þá varð sjór-
inn að vera sléttur. Og ennfrem-
ur var hún svo áberandi á þil-
farinu, að hún eyðilagði dular-
gerfi skipsins. Hún var því oft
tekin sundur og geymd niðri.
Eftir því sem föngunum f jölg-
aði á skipinu, spilltist sain-
komulagið milli þeirra. Félags-
lyndið, sem hafði ríkt þegar við
komum um borð, var horfið.
Deilurnar hófust í raun og veru
út af hægindastól. Skipstjórinn.
á Wairuna liafði komið hæg-
indastól sínum undan, er skip-
ið söltk. (Fólk þrífur alls kon-
ar hluti, þegar það er að yfir-
gefa sökkvandi skip. Við sáum
sjómenn koma um borð f
Wolf með skran eins og tafl-
borð, sólhjálma, regnhlífar —
og jafnvel úttroðna slöngu).
Stóll Saunders skipstjóra varð
að eins konar hásæti í lestimuL