Úrval - 01.02.1947, Síða 115

Úrval - 01.02.1947, Síða 115
VÍKINGASKIPIÐ „ÚLFURINN' 113- var vel búið vistum, og benzín- ið nægði flugvél Wolfs í marga mánuði. Nerger skipstjóri leyfði föngunum alltaf að vera áhorf- endur að því, er herteknum skipum var sökkt. Ég held, að hann hafi hvorki gert þetta til að sýna okkur mátt Þýzkalands né af öðrum hégómlegum á- stæðum. Það var ávallt áhrifa- mikil sjón, að sjá skipum sökkt, og skipstjórinn áleit, að úr því að við gátum ekki gert neitt af okkur, væri okkur ekki ofgott að horfa á það. Það var erfitt að sökkva tré- skipi eins og Béluga. En þar sem Nerger gat ekki skilið eft- ir hertekið skip á floti, ákvað hann að skjóta það í kaf. Sprengikúlurnar dundu á Beluga, og brátt tók logandi benzín úr skipinu að breiðast út á sjónum umhverfis það. Það dimmdi snögglega — eins og á- vallt á hitabeltissvæðunum •— og þarna lá Beluga, logandi frá stafni til skuts, í miðju eldhaf- inu. Það var ægileg sjón, en Wolf hraðaði sér á brott, því að slíkt bál gat vakið eftirtekt, jafnvel á miðju Kyrrahafi. Wölf sigldi nú beina stefnu milli Sidney og Suva og flugvél- in var send í njósnarferðir kvölds og morgna. Flugvélin, sem var tveggja sæta tvíþekja og kölluð Wölfchen (Úlfung- inn), var mjög gagnleg fyrir skipið, en það var ekki hægt a& nota hana að staðaldri. I fyrsta lagi gat hún ekki lyft sér tiL flugs, nema með því að hún væri sett útbyrðis, og þá varð sjór- inn að vera sléttur. Og ennfrem- ur var hún svo áberandi á þil- farinu, að hún eyðilagði dular- gerfi skipsins. Hún var því oft tekin sundur og geymd niðri. Eftir því sem föngunum f jölg- aði á skipinu, spilltist sain- komulagið milli þeirra. Félags- lyndið, sem hafði ríkt þegar við komum um borð, var horfið. Deilurnar hófust í raun og veru út af hægindastól. Skipstjórinn. á Wairuna liafði komið hæg- indastól sínum undan, er skip- ið söltk. (Fólk þrífur alls kon- ar hluti, þegar það er að yfir- gefa sökkvandi skip. Við sáum sjómenn koma um borð f Wolf með skran eins og tafl- borð, sólhjálma, regnhlífar — og jafnvel úttroðna slöngu). Stóll Saunders skipstjóra varð að eins konar hásæti í lestimuL
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.