Úrval - 01.02.1947, Page 117
VÍKIN'GASKIPIÐ „ÚLFURINN'
115
fangana, sem voru alveg utan
við sig. Hundruð kassa af nið-
ursoðnum súpum, kjöti o.s. frv.
var flutt úr hinu hertekna skipi
yfir í Wolf. Þegar einn af þýzku
foringjunum sá þetta góðgæti,
þakkaði hann guði fyrir að
Encore var amerískt skip en
ekki enskt kolaskip, þótt brýn
þörf væri fyrir kol.
En eldsneyti var þýðingar-
mest af öllu í augum Nergers
skipstjóra. Birgðir Wolfs voru
orðnar mjög litlar, og skipinu
var engin höfn opin við Suður-
Kyrrahaf. Wolf var eins og
Hollendingurinn fljúgandi og
sveimaði stefnulaust um höfin.
Eina vonin virtist vera sú, að
láta kyrrsetja skipið í hlut-
lausri höfn í Suður-Ameríku
En gegn því mælti tvennt. í
fyrsta lagi voru kolabirgðirn-
ar of litlar, til þess að hægt væri
að sigla skipinu svo langa leið,
og hin ástæðan var vangasvip-
nr Nergers. Það var ómögulegt
að ímynda sér, að maður með
slíkan svip sigldi skipi sínu til
Mutlausrar hafnar með yfir
hundrað ólögð tundurdufl inn-
an borðs. En það var óhjá-
kvæmileg nauðsyn, að Wolf
tækist að hremma, nýja bráð, ef
leiðangurinn átti að halda á-
fram. Útlitið var ekki glæsilegt,
hvorki fyrir skipshöfnina né
fangana.
Á meðan hafði Meadows
skipstjóri notað hvert tækifæri
til þess að kasta flöskum út-
byrðis, með lýsingu á herskip-
inu og skipum þeim, sem það
hafði tekið. Hann notfærði sér
hafstraumana, og það kom í
Ijós síðar, að fyrsta fréttin,
sem brezku flotastjóminni barst
um Wolf, byggðist á flösku-
skeyti frá Meadows, sem rekið
hafði á land í Austur-Indíum.
Þegar við sigldum áfram,
fórum við stundum framhjá
kóraleyjum, vöxnum kókospálm-
um, og skrautlegir fuglar, með
mislitar fjaðrir, svifu yfir
höfðum okkar. Blátt hafið var
spegilslétt og hitinn ægilegur.
Skipshöfnin, sem var orðin
kvíðafull yfir þessu kynlega
ferðalagi, varð þreytt og geð-
stirð.
Þá bar það við hinn 29. júls,
að sýnileg breyting varð um
borð; skipsmenn reyndu að
vísu að dylja æsingu sína, en
við fangarnir fundum það á
okkur, að eitthvað var í aðsigi.
Orðrómur barzt um það, að
náðst hefði í loftskeyti frá
Sidney, þar sem skýrt var frá