Úrval - 01.02.1947, Page 128
126
-Crval
Sjómenn minntust lengi of-
viðrisins í janúar 1918. Wolf
lenti í veðrinu hinn 27. jariúar
— á afmælisdegi keisarans.
Skipið tók geysilegar dýfur.
Pjallháar, blýgráar öldur löðr-
unguðu skipið án afláts, og það
titraði stafna á milli eins og
hrædd, lifandi vera.
Veðrið versnaði enn, er nótt-
in skall á. Skipið gat ekki reist
sig við eftir veltumar. Lekinn
jókst, dælurnar biluðu og kynd-
ararnir stóðu í sjó upp í ökla.
Um miðnætti var hjúkrunar-
mönnum jafnvel skipað að að-
stoða við dælurnar. Þeir unnu
klukkustundum saman og stóðu
í sjó upp í mitti.
Nerger hlýtur að hafa hald-
ið skipinu á floti með vilja-
krafti sínum einum saman. Um
morguninn voru dælumar
komnar í lag og lekinn fór
•minnkandi. Og farið var að
draga úr veðrinu.
Fimm dögum síðar var Wolf
kominn norður fyrir Irland, á
svæði, sem var undir stöðugu
eftirliti brezkra varðskipa.
Hraði skipsins var nú kominn
niður í fimm mílur, og vélarnar
virtust vera að þrotum komn-
ar. En, sem betur fór, gekk
veður á með byljum, og skýldi
það skipinu.
Það var hræðilegt óloft í
lestinni, en ómögulegt var fyrir
fangana að fara upp á þilfar,
sökum kuldans. Flestir þeirra
voru grindhoraðir, en þeir voru
þó ekki með neinar harmatölur,
þeir voru þvert á móti glaðir og
reifir. Og þetta voru ekki láta-
læti; þeim var orðið sama, á
hverju gekk.
Enskur liðþjálfi, sem hafði
gerzt trúmaður, sat á stól og
las upp úr Biblíunni. Stórvax-
inn Negri hafði troðið öllum
föggum sínum í sjópokann sinn
og bundið björgunarbelti um
hann. Við höfðum píanóskrifli,
sem tekið hafði verið úr MoA-
unga, og á það lék einn fang-
anna lög eftir Chopin og Schu-
bert. Það var einkennilegt að
heyra slíka hljómlist í lest ísi-
þakins skips á Norðursjónum,
og áheyrendumir sárþjáðir af
skyrbjúg.
á þessu hættusvæði gátum,
við búizt við dauða okkar á
hverju augnabliki: Auk hætt-
unnar af brezkum varðskipum
og þýzkum tundurskeytum,
hafði Nerger engin nýleg kort