Úrval - 01.12.1954, Blaðsíða 6

Úrval - 01.12.1954, Blaðsíða 6
4 ÚRVAL í fangelsinu, að valdhafarnir sæki hann aldrei til saka og hann fái ekkert tækifæri til að verja sig. Og til að draga úr þessari hættu, hafa næstum all- ar þjóðir takmarkað gæzluvarð- haldið. I flestum löndum er ekki hægt að handtaka menn án úr- skurðar, sem dómsvaldið hefur útgefið. Og samkvæmt hinu víð- fræga ákvæði habeas corpus- laganna, verður málshöfðunin að byrja eftir sem allra skemmstan tíma. Hlutverk rík- isins er að sanna sökina, og það sýnir, hvers vegna gæzlu- varðhaldið er talið nauðsynlegt og hvers vegna ekki ætti að leyfa sakborningi að ganga lausum. Ég minntist á það hér að framan, að nærvera lögreglu- manns vekur venjulega öryggis- kennd með óbreyttum borgara. Stundum hefur annað viljað brenna við. Öldum saman flýðu menn ósjálfrátt, þegar lögreglu- vörður nálgaðist. Fyrir örfáum ánim fylltu nazistar fangelsi og fangabúðir með mönnum, sem aldrei höfðu verið dæmdir; margir þeirra dóu smánardauða án þess að vita neina ástæðu. Jafnvel nú á tímum er það ör- yggi, sem Mannréttindayfirlýs- ingin ákveður, ekki alls staðar uppfyllt. Meðan á rannsókn stendur, verða valdhafarnir að hafa það hugfast, að hinn ákærði telst saklaus, og að hann heldur á- frarn að vera maður og verð- ur að meðhöndlast sem maður, jafnvel eftir að hann er sann- ur að sök. 1 Mannréttinda- yfirlýsingunni stendur: „Enginn maður skal sæta pyndingum, grimmilegri, ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refs- ingu. Pyndingar voru ekki einungis stundaðar á miðöldum. Þær hafa verið bölvaldur allra tíma og allra landa. Það hefur alltaf gerzt — og mun alltaf gerast, að hinn ákærði er borinn sök- um úr öllum áttum, án þess að neinar sannanir séu fyrir hendi. Það er vandasamt verk að fletta ofan af glæþamanni, og heilindi þjóðfélagsins eru undir því komin, að vel takist. En finna verður jafnvægi milli krafna þjóðfélagsins og hátt- vísrar virðingar fyrir mannin- um, sem telst saklaus — en er ákærður. Undirbúnings-rannsóknin er vandasamasta stigið í samskipt- um borgara og dómsvalds. Á hana leggja lögin minnstar hömlur, og þess vegna krefst hún hinnar æðstu menntunar og samvizkusemi, hjá öllum aðil- um. Réttarhöldin hefjast þegar rannsókninni lýkur. I sambandi við þau má nefna til viðbótar tvö grundvallar-skilyrði fyrir óskeikulli réttvísi: að réttar- höldin séu opinber og að sak- borningur njóti tilstyrks verj- anda. Réttur sakbornings til að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.