Úrval - 01.12.1954, Side 9

Úrval - 01.12.1954, Side 9
SAGA FANGELSANNA 7 árið 1557, og síðan festist nafn- ið Brides-brunnur við þau fang- elsi, sem byggð voru næsta ald- arhelming. Þessir Brides-brunn- ar voru fyrstu vinnubúðirnar (eða fátækra-búðirnar, eins og Skotar og Ameríkumenn nefndu þær síðar). Fátækralögin frá 1601 skikkuðu fátækrastjóra hverrar sóknar til að safna i sjóð ,,og sjá um nægilegar birgðir af hör, hampi, uli, þræði, járni og öðrum vörum og efni handa fátæklingum að vinna úr.“ Þá var hafizt handa um að byggja vinnubúðir fyrir fátæk- linga á meginlandinu, aðallega á Þýzkalandi og Hollandi, næstu áratugi eftir 1560. En fyrsta fangelsið í Norður-Evrópu, sem bar helztu einkenni nútíma- fangelsis — aðgreinda klefa og störf til að aga og betra fang- ana —- var ekki byggt fyrr en 1773 í Ghent í Belgíu. Á 17. og 18. öld voru fang- elsin óþrifaleg sjúkdómsbæli. Körlum, konum og börnum var troðið þar saman, og engin loft- ræsting, bókstaflega enginn matur, nema það sem vinir fang- anna færðu þeim eða verðirnir seldu þeim. I vinnubúðunum voru munaðarleysingjar og gamalmenni, glæpamenn, berkla. sjúklingar og vitfirringar hýst- ir saman í stórum, opnum svefn- skála. En strax á 17. öld reyndu menn að knýja fram umbætur í fangelsunum og vinnubúðun- um. Filippo Franci kom hug- myndum sínum í framkvæmd upp á eigin spýtur. Franci var kaþólskur húmanisti. Hann byggði litlar vinnubúðir fyrri flækingspilta í Flórens um 1680, og liklega var það fyrir hans tiístilli, auk annarra, að Kle- ment páfi XI. reisti 1704 fang- elsi fyrir afbrotadrengi í sam- bandi við St. Mikkaelsspítala í Róm. Þrjátíu árum síðar lét páfastóllinn reisa samskonar fangelsi fyrir stúlkur. Áhrifamesti umbótamaður þessara tíma á sviði refsimála var ítalski aðalsmaðurinn Ces- are di Beccaria (1738—1794). Árið 1764 skrifaði hann Ritgerð um glœpi og refsingar, og er það líklega mikilvægasta bókin, sem rituð hefur verið í saman- lagðri sögu glæpamálanna. Bec- caria hélt því fram, að hindrun glæpa væri mikilvægari en refs- ing fyrir glæpi; hann vildi af- nema pyndingar; hegningum skyldi beitt til að forða mönn- um frá glæpum, en ekki skoð- ast sem hefnd þjóðfélagsins; fangelsun skyldi koma í stað líkamlegrar refsingar; dauða- refsing skyldi afnumin. Bók Beccaria vakti geysilega athygli. Hún var þýdd á tugi tungumála, og Voltaire sjálfur skrifaði formála að henni í frönsku útgáfunni. Hún örfaði fólk til að umbæta fangelsin í mörgum löndum, hafði bein á- hrif á nokkra valdhafa, svo sem Katrínu 2. í Rússlandi og stór-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.