Úrval - 01.12.1954, Blaðsíða 12
Þegar hegningin verður að g'læpi . . . .
Mannahúrin.
Eftir Carlo Levi.
ETTA gerðist síðdag einn í
apríl fyrir mörgum árum.
Ég var staddur uppi á þaki
stórrar skólabyggingar, sem
hafði verið reist í úthverfi Par-
ísar. Með mér voru tveir vinir
mínir, annar þeirra húsameist-
ari (einn sá frægasti í Frakk-
landi) og hinn ítalskur stjórn-
málaleiðtogi, andfasisti, sem
nokkru áður hafði sloppið úr
einu af fangelsum Mússólínis.
Við þremenningarnir vorum
að skoða þessa nýju byggingu.
Henni var þvínær fulllokið. Við
dáðumst að fegurð línanna, hin-
um háþróaða stíl og dirfsku
hugmyndarinnar. Skólinn var
augsýnilega afsprengi hámennt-
aðrar þjóðar. Hann var opinn
fyrir sól og fersku lofti og helg-
aður börnum, sem voru frjáls
og njóta myndu umhyggju.
Við námum staðar, þar sem
þakið bar hæst, og litum yfir
gömlu húsin í úthverfinu og hér-
aðið þar í kring. Húsameistar-
Cai-lo Levi er í hópi fvemstu rit-
höfunda og listamanna Italíu. Fyrir
andúð sina á stjórn Mússólínis vai-ð
hann að þola fang-elsisvist og útlegð.
Kunnasta bók hans heitir á ensku
Christ Stopped at Eboli og hefur hún
verið kvikmynduð.
inn og stjórnmálaleiðtoginn
báru saman hugi sína. Stjórn-
málamaðurinn vitnaði til fang-
elsisvistar sinnar og sagði, að
eftir ósigur fasismans værí
húsameistarinn skuldbundinn til
að hjálpa til að uppræta for-
smán hinna gömlu fangelsa,
okkar með því að reisa ný fang-
elsi, sem formuð yrðu á Iíkan
hátt og þessi skóli — í anda,
nútíma og mannúðar, opin fyrír
umheiminum og þægindum bú-
in. Húsameistarinn svaraði því
til, að hann mundi aldrei leggja
hönd á byggingu fangelsis, hvað
sem í boði væri.
Um þessar mundir hafði ég
enga þekkingu á kjörum fanga
(þó að ég kynntist þeim seinna.
nokkrum sinnum af eigin raun),
og ég þagði. Mér fannst, að þeir
gerðu sig báðir seka um sams
konar óskhyggjusynd. En hefðí
ég átt að gera upp á milli þeirra,
verð ég að segja, að ég hefði
tekið hugmynd húsameistarans,.
sem vildi afnema fangelsi al-
gjörlega, fram yfir hugmynd
stjórnmálamannsins, sem vildi
búa fangelsin nýjum þægindum.
Þegar maður lætur sig dreyma,
hugsaði ég, er auðvitað bezt,
að draumurinn sé sem full-
komnastur.