Úrval - 01.12.1954, Qupperneq 24

Úrval - 01.12.1954, Qupperneq 24
22 ÚRVAL sungu og hlógu í aftursætinu. Eftir nokkurra stunda hraðan akstur komu þau til Biarritz. Þegar Jeannot spurði dauflega hvar hin ætluðu að setjast að, var svarað einum rómi úr aftur- sætinu, að það skipti engu máli ef þau væru bara öll á sama hótelinu. ,,Nei, nú er nóg komið. Þetta er ekki hægt,“ sagði Charlot. ,,Ég veit ekki hvað á að halda um ykkur, stúlkur." ,,Verið þið ekki með neina vitleysu, strákar," sagði Mar- ysa, „við vitum hvað við vilj- um. Tvö herbergi í Hötel du Midi, við getum ekki setið og þráttað hérna í bílnum í allt kvöld.“ Og þar við sat. Ungu konurn- ar heimtuðu kampavín með kvöldverðinum. „Okkur veitir sannarlega ekki af því að hressa okkur svolítið, eftir að hafa ferðazt með svona fýlupokum. Við erum öll nýgift og þá á maður að skemmta sér. Hristið af ykkur slenið, strákar!" „Ég get auðvitað drukkið nokkur glös,“ sagði Charlot, „en þú verður að afsaka, Júlíetta, þó að ég geri það aðallega til að drekkja sorg minni.“ Það var sami blærinn yfir kvöldverðinum og brúðkaups. veizlunni. Brúðirnar réðu sér ekki fyrir kæti, en brúðgumarn- ir voru fálátir. En kampavín er kampavín, og eftir aðra flösk- una fór að lifna yfir piltun- um. Það er líka erfitt að stand- ast fallegar stúlkur, sem iða af fjöri og lífsgleði. Smámsaman fóru ungu mennirnir að verða stimamýkri við konur sínar, en það var ekki hægt að sjá að þeir væru neitt sérstaklega ást- fangnir. Þegar þjónninn leit loks þreytulega á klukkuna og muldraði eitthvað um lokunar- tíma, stóð Marysa upp og tók í handlegginn á Charlot. Hún var óstöðug á fótunum. „Komdu nú, chéri, við skul- um fara upp til okkar. Var her- bergið okkar ekki númer átta?“ „Ertu gengin af göflunum, Marysa, hefur þú drukkið of mikið af kampavíninu?" „Vitleysa. Komdu nú með mér, mon petit Charlot." „Þú veizt, að eg er enginn kreddupoki, en þetta er of langt gengið — að hafa skipti á kon- um strax á brúðkaupsnóttina! Það gæti kannski verið bæði skemmtilegt og spennandi, en þetta er ekki nein óperetta, góða mín. Svona nokkuð er ekki hægt, enda þótt við værum öll af vilja gerð. Hvað finnst þér, Jeannot, þú hefur þó ennþá einhverja vitglóru í kollinum ? Og hvað segir þú, Júlíetta?" „Mikill kjáni ertu,“ sagði Marysa. „Hverri heldurðu að þú sért annars giftur?“ „Auðvitað Júlíettu." „Nei, það var mér, sem þú giftist, en ekki Júlíettu. Finaud sá um það. Við stúlkurnar sömdum um þetta við hann á
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.