Úrval - 01.12.1954, Blaðsíða 29
„Ef frekari tilraunir sfaðfesta, þessa
skoð'im, er liér um að ræða einhverjar
mikiivægiistii framfarir í Jækna-
vísindum á þessari öld“.
Er áreynsla orsök allra sjákdóma?
Grein úr „Reader’s Digest“,
eftir J. D. Ratcliff.
STARF kanadíslts vísinda-
manns, sem er að heita má
óþekkt öllum almenningi, hef-
ur skapað ný og algerlega
óvænt viðhorf í læknavísindum.
Það bendir til að ein sameigin-
leg orsök kunni að vera að næst-
um öllum sjúkdómum, svo sem
hjartasjúkdómum, asthma, liða-
gigt, o. fl. eða jafnvel almennri
,,lasleikatilfinningu“. Dr. Hans
Selye, sem starfar í Montreal
í Kanada, telur að orsökin sé
röskun á kemísku jafnvægi í
líkamanum — tilkomið fyrir
áreynslu.
„Ef frekari tilraunir stað-
festa þessa skoðun,“ segir í
blaði Ameríska læknafélagsins,
„er hér um að ræða einhverj-
ar mikilvægustu framfarir í
læknavísindum á þessari öld.“
í brezka læknablaðinu „The
Lancet“ kemur fram sama skoð-
un.
Hinu kemíska jafnvægi í lík-
amanum stjórna aðallega þrír
litlir innrennsliskirtlar: heila-
dingullinn, sem hangir neðan úr
heilanum, og nýrnahetturnar,
sem eru ofan á nýrunum. Til
samans vega þeir tæp 10
grömm, samt hafa vakarnir
(hormónin) sem þeir framleiða
geysileg áhrif á ýmsa mikil-
væga líffærastarfsemi. Sam-
kvæmt kenningu dr. Selyes er
meginhlutverk þeirra að aðlaga
líkamann hverskonar áreynslu.
Ef okkur verður kalt, hafa
vakarnir þau áhrif, að æðarn-
ar dragast saman og blóðþrýst-
ingurinn hækkar. Þegar sýklar
komast inn í líkamann, fram-
leiða kirtlarnir vaka, sem valda
bólgu, en hún er vörn gegn
sýklunum. Við alvarleg meiðsli
flýta þeir fyrir storknun blóðs-
ins og lækka blóðþrýstinginn
til þess að stöðva blæðingu,
auka blóðsykurinn sem er orku-
gjafi vöðvanna, og draga úr
næmleika fyrir sársauka. Starf
þessara vaka er í fám orðum
sagt að hervæða líkamann gegn
áreynslu og vísa á bug sér-
hverri ógnun, sem steðjar að
heilbrigði likamans.