Úrval - 01.12.1954, Page 42

Úrval - 01.12.1954, Page 42
40 ÚRVAL skrúðuga torgi í ljósaskiptun- um á kvöldin. Flöktandi ljós lýsa hvert um sig upp lítinn hring umhverfis sig og í hverjum ljós- hring er eitthvað til skemmtun- ar: slöngutemjarar og eldætur leika listir sínar, skrifarar skrifa bréf, sögumenn segja sögur og töframenn iðka brögð sín. Minn- isstæðust er mér þó löng hala- rófa blindra betlara, sem héld- ust í hendur og mjökuðu sér áfram gegnum mannþröngina. Á leið okkar gegnum þorp í fjalladal skammt frá Tetuan, höfuðborg Spænsku Marokkó, urðum við sjónarvottar að arab- ísku brúðkaupi. Niður brekku kom röð hljóðfæraleikara, sem blésu í skrækar hljóðpípur, og námu staðar á sólbjörtu torgi þar sem gamlir menn sátu með krosslagðar fætur á jörðinni, þögulir og kyrrlátir, í hvítum treyjum með hettur. Því næst komu skeggjaðir öldungar úr fjölskyldu brúðarinnar, sumir þeirra haltrandi við staf, og kona sveipuð hvít- og rauðrönd- óttu klæði og hélt á lofti stór- um grænum og gulum kertum. Þar næst komu fleiri hljóðfæra- leikarar blásandi í pípur sínar og loks átta ungir menn, sem báiu stóra pappaöskju á löng- um stöngum. Askja þessi var í laginu eins og lítið tjald, botninn jafnhliða, en efri hlutinn hafinn upp í strýtu. Inni í henni var brúð- urin. Það var verið að bera hana til heimilis unnustans, þar sem hjónavígslan átti að fara fram. Eins líklegt er, að brúðhjónin hafi aldrei litið hvort annað aug- um. Fjölskylda brúðgumans hef- ur sennilega valið handa honum brúðurina. Þegar hún kemur í hús hans, er þar enginn fyrir nema þjónustustúlka. Brúðgum- inn er í skilnaðarhófi með ó- kvæntum vinum sínum. Brúður- in er borin í húsið—fætur henn- ar mega ekki snerta jörðina — og þar bíður hún komu brúð- gumans. Þegar hann kemur inn, setjast þau að snæðingi, en fyrir utan bíða ættingjarnir og una sér við söng og hljóðpípublástur. Enginn prestur kemur nálægt athöfninni. Ekki er að efa, að hjónaleys- in horfa á hvort annað með nokkurri forvitni. Brúðurin er oftast 13 eða 14 ára; brúðgum- inn getur verið á hvaða aldrl sem er. Þegar hjónabandið hef- ur verið innsiglað, fleygir þjón- ustustúlkan blóðugum vasaklút út um gluggann, til sanninda- merkis um, að brúðurin hafi ver- ið ósnortin. (Sagt er að hún hafi þó oft við höndina lifandi kjúkling, sem hún hálshöggvi ef þörf gerist.) Það sem eftir er ævinnar, er konan í rauninni ambátt manns síns. I múhammeðskum sið borða konur ekki með mönnum sínum þegar hann hefur gesti; þær borða leifarnar. Konan fær ekki að hitta ókunnuga, sem koma á heimilið. Ef hún fer
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.