Úrval - 01.12.1954, Page 45

Úrval - 01.12.1954, Page 45
NÚTlÐ OG FORTÍÐ 1 MAROKKÓ 43 þjóða. Síðan kom í ljós, að það var að ýmsu leyti hentugt, að Marokkó væri verndarríki. Frakkar höfðu öll raunveruleg völd, en gátu alltaf varpað af sér nokkru af ábyrgðinni, ef með þurfti. Nýlendustefna var ekki lengur í tízku, og það var þægilegt fyrir Frakka að geta sagt, að Marokkó væri ekki ný- lenda, heldur sjálfstætt ríki und- ir vernd þeirra. En af hverju leyfa Frakkar Marokkó ekki að taka sæti við hlið annarra franksra yfirráða- svæða í hinu Franska ríkjasam- bandi, sem er tiltölulega ný- stofnað? Ef Madagaskar á heima þar, því þá ekki Mar- okkó? Frakkar segjast hafa boðið fyrrverandi soldáni það, en boðinu hafi verið hafnað. Það hefur ekki verið endurtekið. Frakkar vilja ekki slaka á taum- unum við Marokkóbúa af ótta við að það verði til að efla þjóð- ernissinna. Svo virðist sem Frakkar ætli að gera sömu ör- lagaríku skyssuna og þeir gerðu í Indókína: að neyta öllum íviln- unum þangað til það er um seinan. Sem stendur hefur Marokkó tvo soldána: öldunginn Sidi Moulay Mohammed ben Arafa el Alaoui, sem tók við völdum 21. ágúst 1953, þegar Frakkar fluttu fyrirrennara hans í út- legð til Madagaskar. En flestir Marokkóbúar telja útlagann hinn rétta soldán landsins. Hann hafði verið Frökkum þungur ljár í þúfu og var talinn hlið- hollur þjóðernissinnum. Núverandi soldán á ekki sjö dagana sæla. Þótt hann sé í senn páfi og konungur þegna sinna, er hann í rauninni fangi. Hann veit, að ef hann hlýðir ekki Frökkum í einu og öllu, verður hann settur af. Samt er það svo, að þótt Frakkar hafi öll völdin, geta þeir ekki stjórn- að án hans; þeir verða að hafa soldán til þess að landið geti áfram heitið „sjálfstætt ríki“. Soldáninn af Marokkó er með auðugustu mönnum heimsins, ekki aðeins að fé heldur einnig að starfsliði. Hann á um 60 konungshallir og þjónustuliðið er 10.000 manns. Hann fær 300 milljónir franka á ári (14 millj- ónir króna) til framfærslu sér og íjölskyldu sinni. Ég spurði Augustin Guillau- me, sem var landsstjóri þegar ég kom til Marokkó, hvaðan peningarnir kæmu. „Frá fólk- inu,“ sagði hann. „Og hvaðan fær fólkið þá?“ spurði ég. „Frá jörðinni — að minnsta kosti ef rignir. Ef ekki rignir, eru eng- ir peningar," sagði landsstjór- inn. : . Völd soldánsins yfir þjóðinni eru einkum trúarleg — og á múhammeðskan mælikvarða eru Marokkóbúar mjög trúaðir. Áð- ur hafði soldáninn einnig mikil veraldleg völd. Löggjafaivald var í höndum hans að því leyti að tilskipanir hans höfðu laga- gildi, ef Frakkar samþykktu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.