Úrval - 01.12.1954, Page 53

Úrval - 01.12.1954, Page 53
1 STUTTU MÁLI 51 dýranna, því flóknara verður viðfangsefnið. Á síðustu árum hefur mönnum loks tekizt að sannprófa, að farfuglar og bý- flugur nota mikið sólina sem áttavita. Jafnvel þó að skýjað sé og ekki sjái til sólar geta þau áttað sig eftir geislunum, sem berast gegnum skýin. Það þarf mjög gott tímaskyn til þess að geta áttað sig eftir sólinni og tekið tillit til ferðar sólarinnar yfir himinhvolfið. Veitist mörgum manninum það nógu erfið þraut. En það eru til dýr, sem geta leyst þá þraut, sem er enn þyngri, að nota tunglið sem áttavita. Þetta er þeim mun meiri vandi sem braut tunglsins um himinhvolf- ið er mjög breytileg og flókin. Jafnvel mennirnir eiga erfitt með að læra brautir tunglsins um næturhimininn. Samt hefur tveim ítölskum náttúrufræðingum tekizt að sanna, að jafnvel frumstæð smádýr geta áttað sig eftir gangi tunglsins á grundvelli reynslu, sem jafnvel mennirnir eiga erfitt með að átta sig á. Náttúrufræðingarnir L. Pardi og F. Papi gerðu tilraunir á marflóm. Þær eru velþekktar hvarvetna við strendur Evrópu. Gangi maður í fjöruborðinu að sumarlagi má sjá þær stökkva undan fótum manns. Marflóin lifir í fjöruborðinu þar sem sjór og land mætast. Ef of þurrt verður í ki'ingum hana, hoppar hún í átt til sjávar, en hún kærir sig heldur ekki um að vera í sjónum. Svo óskeikul er ratvísi þessara smádýra, að fari maður með þær inn í land, hoppa þær í átt til strandar undir eins og þeim hefur verið sleppt. Þeir félagar Pardi og Papi veiddu mikið af þeim, og ef þeir fluttu þær í glerkrukk- um þá þrengdu þær sér flestar að þeirri hliðinni, sem vissi til sjávar. Það er þó ekki rakinn eða lyktin frá hafinu, sem dregur þær, heldur leita þær í þá átt, sem þær hafa vanzit á að finna sjóinn, ef of þurrt verður í kringum þær. Þeir félagar tóku marflær á strönd Adríahafs- ins og fóru með þær þvert yfir skagann (hælinn) syðst á íta- líu og slepptu þeim við strönd Tarantoflóans. Þær hoppuðu þá ekki niður að f jöruborðinu, held- ur í austur í átt til Adríahafs- ins. Það var sú átt, sem þær höfðu vanizt, og þær notuðu sól- ina fyrir áttavita. Þeir félagar tóku eftir, að marflærnar sneru sér fyrst í átt til sólar áður en þær hoppuðu í ,,sína“ átt. Ef flærnar voru hafðai' í „búri,“ gátu þeir með speglum breytt stefnu sólarinnar og á þann hátt villt um fyrir flónum. Mátti fá þær tii að hoppa í hvaða átt sem var með því að snúa spegl- unum. Það kom í Ijós, að í dimmum klefum eða á tunglskinslausum nóttum gátu marflærnar ekki áttað sig. Stundum reyndu þær
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.