Úrval - 01.12.1954, Side 55
1 STUTTU MÁLI
53
Því flóknari sem prófin urðu,
því ákafari urðu aparnir! Þeir
þreyttust aldrei á að opna lás-
ana, þó að þeir fengju ekki
annað að launum en að fá að
handleika þá.
Sjálf glíman við verkefnið var
þannig máttur, sem hafði geysi-
leg áhrif á hegðun jafnvel ó-
æðri apategunda, og gat fengið
þá til að læra gagnslausa hluti
að því er viðkom sulti, þorsta,
sársauka eða kynhvöt.
Ennþá meira gaman þótti öp-
unum þó að handleika hluti,
sem hafa áhrif, t. d. hljóð- eða
ljósmerki. Við tilraunirnar í
Wisconsin kom það fyrir, sem
algengt er að sjá á skrítlumynd-
um: dýrasálfræðingur horfir
gegnum lítinn ljóra á apabúri
— en sér ekki annað en forvitið
apaauga! Apanum lék jafnmik-
il forvitni á að fylgjast með
sálfræðingnum og sálfræðingn-
um með apanum.
Þá var gert búr með tveim
gluggum, sem apinn gat séð í
gegnum inn í vinnustofu vís-
indamannanna, og urðu þeir að
læra að skilja merki til að vita
hvorn gluggann hægt væri að
opna. Aparnir lærðu strax, að
t. d. blátt merki á glugga þýddi
að hann væri læstur, en gult
merki, að hægt væri að opna
hann. Aparnir virtust óþreyt-
andi við þessar tilraunir. Það
var þeim nægileg hvatning að
fá að horfa inn í vinnustofuna.
Gluggi sem þeir opnuðu lokað-
ist sjálfkrafa á hálfrar mínútu
fresti, en þeir létu aldrei á sér
standa að opna hann að nýju.
Einn apinn hélt þessu áfram
linnulaust í 9 tíma, annar í 11
og sá þriðji í 19 tíma.
Samtímis mátti fylgjast með
því hvað aparnir höfðu mest
gaman að horfa á. Ekki höfðu
þeir neina ánægju af því að
horfa á skál með banönum,
eplum og appelsínum; en litla,
rafknúna járnbrautalest, sem
ók stöðugt í hring, störðu þeir
hugfangnir á tímum saman.
Enn skemmtilegra fannst þeim
að sjá apa í öðru búri í hinum
enda vinnustofunnar opna
glugga og gægjast út. Af mestri
athygli fylgdust þeir þó með
athöfnum og hreyfingum vís-
indamannanna. Mátti með sanni
segja, að ekki hallaðist á um
áhuga tilraunamanna og til-
raunadýra hvers fyrir öðrum,
þannig að erfitt gat verið
fyrir óviðkomandi að sjá hver
var að rannsaka hvern! Að
minnsta kosti leiddu Wisconsin-
tilraunirnar skýrt í ljós, hvað
mestu hefur ráðið um hina öru
líffræðilegu þróun þessarar
æðstu dýrategundar á jörðinni.
— Magasinet.
O—O—O