Úrval - 01.12.1954, Page 64

Úrval - 01.12.1954, Page 64
62 tTR VALi Hún bar kvíðboga fyrir framtíð Sissu, en jafnframt fannst henni óbærileg sú tilhugsun, að sagt yrði um þær mæðgurnar: hún er nú eitthvað undarleg þessi dóttir hennar frú Jakobsson. IFYRSTU var ég þeirrar skoðunar, að frú Jakobsson væri, eins og margar mæður, hé- gómagjörn fyrir hönd dóttur sinnar. Börnin eru oft beinir fulltrúar okkar sjálfra. Að minnsta kosti mátti sjá, að frú Jakobsson var mjög viðkvæm fyrir dómum nágrannanna. En gremja hennar í garð dótturinn- ar var svo mikil, að erfitt var að trúa, að þetta væri eina or- sökin. Það var líka einhver mótsögn í þessu öllu. Frú Jakobsson var nefnilega að öðru leyti mjög geðþekk kona, bæði í útliti og framkomu, góðlynd og skiln- ingsfull. Það kom ekki heim við það, að hún væri köld og harð- lynd eða hataði Sissu, eins og gremja hennar benti til. Ævi- saga hennar gaf mér að nokkru leyti skýringuna. Frú Jakobsson var lukkulega gift eins og það er kallað, og var aðeins 19 ára þegar hún giftist. Á þeim árum var hún eftirsótt og skemmti sér mikið, sannkall- að hamingjubarn. Hún var eftirlæti föður síns. Hann var mikið að heiman og liðu stund- um mánuðir án þess hún sæi hann, en þegar hann var heima, var hún honum eitt og' allt. Móðirin var alveg í skugg- anum. Þegar frú Jakobsson giftist var hamingja hennar fullkomnuð. Og ekki minnkaði hún við fæðingu dótturinnar. Þau hjónin höfðu ekki ætlað sér að eignast barn strax, en njóta. lífsins tvö ein. En það urðu þeim engin vonbrigði þegar hún varð ófrísk, og eftir að dóttirin fæddist var lífið fegurra en nokkru sinni fyrr. Nú skeði. margt samtímis. Hún vildi leika, sér að Sissu, vildi helzt hafa hana sem lengst á brjósti,. en læknirinn lagði blátt bann við að hún hefði hana lengur en 20 mínútur á brjósti í einu og varaði hana við að dekra alltof mikið við barnið. Hún fylgdi þessum reglum trúlega, því hún vildi vera góð móðir. Brátt fór að bera á því að Sissa vildi ekki brjóstið, hún lagði af og hætti að þrífast. Byrjað var að gefa henni með brjóstinu,. en það stoðaði lítið. Úr þessu varð eilíft stríð milli mæðgn- anna. Um sama leyti fékk maður- inn nýja atvinnu, sem var betur launuð. En sá böggull fylgdi skammrifi, að hann var í burtu alla vikuna, aðeins heima á helg- um. Móðirin var ein með telp- una, sem hún átti í sífelldu stríði við. Og þegar svo maður- inn var heima, gat hún ekki al- mennilega notið samvistanna við hann, því að stríðið við Sissu út af lystarleysinu mæddi
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.