Úrval - 01.12.1954, Page 70

Úrval - 01.12.1954, Page 70
68 ■Orval um og færðu sig til. Sá stærsti gekk út á sporið og beið eftir því að vagninn kæmi. Þegar vagninn kom, með um tíu km hraða, setti fillinn hausinn á móti honum og reyndi að stöðva hann. Hlassið var um sex lest- ir, og þó að fíllinn sé nærri þrjár lestir, hrökklaðist hann nokk- um spöl aftur á bak áður en honum tókst að stöðva vagn- inn. En strax og vagninn hafði numið staðar, komu hinir fíl- arnir, og svo hjálpuðust þeir all- ir að því að velta honum út af. Svo rumdu þeir ánægjulega og bjuggust til að bíða eftir næsta vagni. Þeri blökuðu eyrunum, sveifluðum rönunum og úr aug- um þeirra ljómaði ánægjan yfir þessum nýstárlega leik. Ég gat ekki varizt því að skella upp úr, en kínverski verk- stjórinn bölvaði þeim í sand og ösku. Hann sendi verkamenn sína eftir tómum blikkdósum og byssu. Þegar þeir komu aftur stundu síðar, höfðu fílarnir velt þrem vögnum í viðbót. En nú upphófum við mikla tónlist, börðum blikkdósirnar í ákafa og verkstjórinn skaut mörgum skotum upp í loftið. Þetta hafði tilætluð áhrif: fílarnir röltu af stað og hurfu brátt inn í frum- skóginn. Þeir þekkja mennina og vita af reynslunni, að það borgar sig ekki að vera allt of nærgöngull eða forvitinn, þegar þessir skrítnu tvífætlingar eru annars vegar. Eftir að maður hefur kynnzt þessum góðlátlegu, skynsömu risaskepnum, á maður bágt með að trúa því, að til skuli vera menn, sem hafa ánægju af að skjóta þær. Ég átti eitt sinn kunningja á gúmmíplantekru á Norður-Borneó. Hann var Eng- lendingur. Hann hafði einsett sér að skjóta fíl, til þess eins, að geta gortað af því þegar hann kæmi heim til Englands. Hann ætlaði að láta mynda sig með byssuna sitjandi á hræinu. Ég var staddur hjá honum þegar honum gafst tækifæri til að skjóta fíl. Nokkrir fílar höfðu tekið upp á því að koma niður á plantekruna á nóttunni, til að leita að písang-plöntum.*) Auðvitað ollu þeir dálitlu tjóni; fyrir kom, að þeir veltu um kofa í myrkrinu, og písang- græðireitirnir, sem þeir fundu, voru ekki mikils virði á eftir. En ástæðulaust var að drepa þá, það mátti með hægu móti reka þá burtu með hávaða og logandi kyndlum. En nú var tungl í fyllingu og við sátum á svölunum og nutum hinnar ótrúlegu fegurð- ar hitabeltisnæturinnar, þegar verkamaður kom til kunningja míns og sagði að fílarnir væru komnir aftur. Kunningi minn tók tvíhleypuna sína, hlóð hana fílaskotum og svo héldum við af stað út í mánabjarta nóttina. Við höfðum ekki gengið lengi *) Nytjajurt, sem ræktuð er til að vinna úr henni vax. — Þýð.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.