Úrval - 01.12.1954, Side 72
Enskur rithöfundur ræðir sambaiulið
milli höfundar og lesenda hans.
Höfundurinn og lesendur hans.
Grein úr „The Listener“,
eftir Joyce Cary.
EITT það bezta dæmi, sem ég
hef nokkru sinni fengið um
lesendur rithöfundar, er runnið
frá lesenda, sem sagði mér, að
hann hataði nýju bókina mína
og myndi ætíð hata hana. Og
þegar ég spurði hann, hvers
vegna hann hefði lesið hana,
sagði hann mæddur á svip, að
hann væri í hópi fyrstu lesenda
minna.
Lesendur rithöfundar eru í
rauninni fólk, sem les öll hans
verk, jafnvel þó að því falli þau
ekki. Það líkist þeim vinum okk-
ar, sem í heimsókn koma, jafn-
vel þó að við séum haldnir
þungu kvefi, eða skapillir. Það
er næstum eins og frúrnar og
eiginmennirnir, sem heita hvort
öðru ævilangri tryggð, í með-
læti jafnt sem mótlæti. Af
því að sambandið er í kjarna
sínum gagnkvæmt, samband
tveggja persóna, veit lesand-
inn mikils til, eftir hverju er
að sælast hjá höfundi — hann
hefur, ef svo má segja, orðið
sér úti um bylgjulengdina og
getur stillt á hana. Og það, sem
hann öðlast, það er skoðun höf-
undarins, eða að minnsta kosti
sú skoðun, sem honum finnst,,
að höfundurinn hafi.
Dýrmætasta gagnrýnin.
Hvernig aflar höfundur sér
lesenda ? Það gerir hann með
því að skrifa og halda áfram
að skrifa, að minnsta kosti svo
lengi sem útgefandi fæst til að
gefa út bækur hans, og hann
verður að meina það sem hann
skrifar. Ef hann raunverulega
meinar það, sem hann skrifar,
og ef honum heppnast að gera
það ljóst, mun hann að engingu
eignast lesendur. Venjulega eru
lesendurnir komnir áður en
hann veit. Kannski þeir séu ekki
fleiri en tíu eða tveir, því að
ef þeir í raun og veru eru les-
endur hans, ímynda þeir sé, að
hann eigi þúsundir lesenda og'
láta sig ekki dreyma um að
skrifa honum bréf. Og þannig
geta liðið mörg ár, áður en hann
uppgötvar, að hann hefur það,
sem útgefendur kalla fastan les-
endahóp, það er að segja les-
endur, sem lesa jafnóðum öll