Úrval - 01.12.1954, Page 77

Úrval - 01.12.1954, Page 77
HÖFUNDURINN OG LESENDUR HANS 75 fyrir alla yfirboðara, að banna fólki að lesa það, sem það vill lesa. Eitt hið athyglisverðasta einkenni afbrotaunglings er, að svo margir þeirra skuli hvorki geta lesið né heldur vilja byrja á því. Þeir hafa verið fældir frá því. Maður efast um, að þeim hafi nokkru sinni verið lesnar bækur í æsku, en ef svo hefur verið, munu þær 'bækur hafa verið til þess eins fallnar, að staðfesta bóklestur leiðinlegan. Allir krakkar hafa unun af skemmtilegum sögum. Þeir eru næstum allir efni í lesendur, og lestur er mörgum þeirra eini möguleikinn til að mennt- ast. Sá möguleiki er til staðar ævina út. Flestir eru óhæfir til að læra nokkurn hlut upp úr tuttugu og fimm ára aldri. En ef þeir hafa vanizt bóklestri, munu þeir lesa sér til skemmt- unar, þeir munu jafnvel verja fé til bókakaupa. Og oft munu þeir, með aldrinum, snúa baki við ómerkilegum sögum, klám- ritum og hrollvekjum, og taka til við höfundana miklu. Það er alrangt að halda, að lesendur alhuga-höfundar sam- anstandi af háskólamönnum og hinum svonefndu flibbamönn- um. Það er enginn stéttamunur meðal lesenda. Háskólar skipta engu, spyrjið bókaverði, spyrjið rithöfunda. Þeim berast skarp- legustu bréfin frá fólki, sem aldrei hefur stigið fæti inn í há- skóla, frá stritandi húsfreyjum, sem skrifa á eldhúsborðinu milli vélar og vasks. Bók er reynsla; mikil bók er djúp, voldug reynsla. Fólk, sem lifir við kröpp kjör og kalda aðbúð, hví ætti það ekki að geta skilið Tolstoj og Henry James ? Ég þekki hafn- arverkamann og konu hans, sem lesa James og alla hina sígildu höfunda, og hafa mikið yndi af. Þau búa í leiguhjalli, en þau eru í nánu sambandi við nokkra þá merkustu og aðdáunarverð- ustu menn, sem uppi hafa verið. Lesendahópur höfundar binzt ekki við stéttir. Miklir lærdóms- menn lesa reyfara, og mjög venjulegt fólk nýtur meistar- anna. Og það sem meira er um vert: það getur fyllt hina ólík- ustu lesendahópa. Lestur er eins og matarlyst, hann er háður skapinu. Eg á fulla hillu af meistaraverkum, sem eru valin með tilliti til þess að vera sem fjölbreyttust. Peacock stendur hjá Melville, Proust er næstur Genji, Compton-Burnett hjá Svevo, Mark Twain hjá Tche- kov, o. s. frv., eintómar andstæð- ur. Ég hef lesið þessar bækur svo oft, að ég get opnað næstum hverja bók hvar sem er og sagt til um, hvar ég er í sögunni og hvað fólkið er að gera. Og ég er á svipstundu stiginn inn í einkaheim höfundar, heiminn sem hann skapaði sér sjálfum. Ég hitti hann á ný í þessum heimi, einkenni hans, skoðanir hans. Satt að segja þekkjum við enga eins vel og við þekkjum
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.