Úrval - 01.12.1954, Page 81
LIFANDI LÍK 1 CASABLANCA
79
sýnzt. Stórir svitadropar
hrundu af enni mér og ég vissi
ekki mitt rjúkandi ráð.
Ailt í einu tók ég eftir, að
líkfylgdin hægði á sér og sá þá
að hún var komin að kirkju-
garðshliðinu. Ég dró andann
djúpt, tók á öllu mínu hugrekki,
þó að mér fyndist jörðin vera
að gliðna undir fótum mér,
hljóp fram fyrir líkfylgdina og
var að því kominn að stöðva
hana, þegar ég mér til óumræði-
legs léttis sá valdsmannslegan
lögregluþjón fyrir framan mig.
En ég hafði ekki tekið skolla-
leik tilviljunarinnar eða öllu
heldur kaldhæðni örlaganna með
í reikninginn. Lögreglumaðurinn
hlustaði á sögu mína, horfði á
mig með athygli, síðan með tor-
tryggni og tók svo upp vasa-
bók sína. Ég kannaðist við til-
burðina, hann ætlaði auðvitað
að spyrja mig hvað afi minn og
amma hétu.
Ég virti hann fyrir mér með
athygli og smám saman rann
upp fyrir mér ljós. Andlitið kom
mér kunnuglega fyrir sjónir og
ég minntist atburðar, sem ný-
lega hafði gerzt fyrir neðan
skrifstofugluggann minn. Lög-
reglumaður stóð þar á verði,
með ábyrgðartilfinningu í svipn-
um og hermannlegur á velli,
begar ökumaður, í annarlegum
þönkum ók aftan á hann. Á-
reksturinn var ekki mikill, en
nægilegur til þess að lögreglu-
maðurinn datt á fjóra fætur í
poll.
Við þessa óvirðingu gagnvart
réttvísinni sló þögn á alla á göt-
unni, en mér varð á sú skyssa
að hlægja þar sem ég stóð á
svölunum. Lögreglumaðurinn
stóð upp með erfiðismunum og'
leit upp til mín; augnaráðið sem
ég fékk lýsti í senn særðu stolti
og sárri reiði.
Það var engum blöðum um
að fletta: lögreglumaðurinn sem
stóð fyrir framan mig var sá
sami sem dottið hafði á götuna.
Ég sagði honum frá hinum
skelfilega grun mínum og sár-
bað hann um að gera eitthvað
í málinu, en allt kom fyrir ekki.
Svipur hans var eins og steinn;
hann vætti blýantinn með tung-
unni og hélt honum reiðubún-
um.
„Votre nome — nafn yðar —
Monsieur?“ sagði hann kulda-
lega.
Ég leit í kringum mig og sá
þá, mér til skelfingar, að lík-
fylgdin hafði numið staðar um
hundrað metra innan við hlið-
ið, hún var bersýnilega komin
á ákvörðunarstað. Burðarmenn-
irnir höfðu sett börurnar niður
og ég vissi að ekki var nema
eitt fyrir mig að gera. Ég hik-
aði andartak og leit kvíðafullum
augum til skammbyssuhylkis-
ins, sem hékk við belti lögreglu-
mannsins, svo tók ég til fótanna
á eftir líkfylgdinni.
Lögreglumanninum mun
vafalaust hafa komið þetta á
óvart, ég fékk allgott forhlaup,
en þó voru ekki liðnar nema